Lengd námskeiðs
192 kennslustundir
Verð
335.000 kr.
Fjarnám í boði
Vandað sérhannað fjarnám er í boði í þessu námi - sjá neðar á síðunni.
Almennt um námið
Að þessu námskeiði loknu ættu nemendur að hafa vald á öllum helstu færniþáttum sem prýða góðan bókara.
Á námskeiðinu er ekki kennt eiginlegt fjárhagsbókhald þ.e. færslur bókhalds dag frá degi. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi kunnáttu á þeim þætti bókhaldsins. Æskilegast er að nemendur hafi lokið Grunnnámi í bókhaldi og excel. Námskeiðið er einnig óháð reynslu nemenda af mismunandi bókhaldskerfum þar sem allt námsefnið er unnið í Excel og því nauðsynlegt að nemendur hafi góða grunnþekkingu í því forriti.
Á námskeiðinu er fjallað ítarlega um laun og farið er í helstu hlunnindi, launataxta, reiknað endurgjald og margt fleira tengt launum. Afstemmingar viðskiptamanna og lánardrottna. Farið er yfir fyrningar eigna, uppreikning lána og allar nauðsynlegar lokafærslur uppgjörs. Virðisaukaskattaumhverfið, kenndar eru leiðréttingar á virðisaukaskattskilum. Gerð ársreikninga er tekin fyrir og í lokin eiga nemendur að vera færir um að setja upp einfaldan ársreikning með öllum þeim lokafærslum sem honum tilheyra.
Námið byggir á mikilli verkefnavinnu og gera má ráð fyrir þó nokkurri heimavinnu. Lögð er áhersla á að verkefnin séu hagnýt og til þess fallin að auka skilning og færni nemenda og styrkja þá í sjálfstæðum vinnubrögðum.
Tilboð fyrir þá sem kaupa bæði grunnnámið og framhaldið:
Ef fólk greiðir fyrstu 2 annirnar í upphafi þá kostar það kr. 469.900 (afsláttur kr. 64.600)
Markmið
Að loknu námi á nemandi að hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Gerð ársreikninga frá grunni
- Gerð fyrningataflna bæði skattalegar og reikningshaldslegar
- Uppreikningi lána og færslum í lánatöflur
- Virðisaukaskatti og helstu reglum hans
- Flokkun lánardrottna og skuldunauta og þekkja reglur varðandi tengda aðila
- Gerð launaseðla í Excel með tilliti til hinna ýmsu hlunninda. Reikna skatt og öll launatengd gjöld hvort heldur fyrir einstakling eða fyrirtæki.
Allt efnið er unnið í Excel töflureikni svo nemendur ættu að hafa öðlast mjög góðan skilning og færni í að vinna með Excel.
Fjarnám
NTV skólinn býður upp á vandað fjarnám með góðum stuðningi. Nemendur fá allt ítarlegt námsefni, fyrirlestra, verkefni og úrlausnir í gegnum nemendaumhverfi skólans sem er aðgengilegt hvar og hvenær sem er á netinu. Jafnframt fá nemendur aðgengi að upptökum úr kennslutímum sem aukaefni, þegar það á við, og gefst nemendum kostur á að horfa á það hvar og hvenær sem er. Fjarnemendur hafa aðgengi að leiðbeinanda í gegnum nemendasvæðið með allar fyrirspurnir. Skipulögð samskipti kennara/umsjónarmanns við fjarnemendur fara fram rafrænt og í síma óski nemendur þess. Í upphafi fá fjarnemendur námsdagskrá sem tilgreinir og tímasetur alla námsyfirferð, verkefnaskil, prófadaga og annað sem við á. Öll próf eru framkvæmd í gegnum nemendaumhverfi NTV á netinu. Öllum nemendum í fjarnámi býðst að koma í valda tíma í staðnáminu ef þeir óska eftir því svo fremi sem það eru laus sæti.
ATH: Mikilvæg ábending fyrir fjarnemendur sem vinna í Mac umhverfi. Námsefni skólans miðast við PC umhverfi í allri Excel kennslu. Það er munur á einstökum aðgerðum á milli Mac og PC, þó hann fari minnkandi. Sá munur liggur aðallega í flýtiaðgerðum á lyklaborðinu. Nemendur í Mac umhverfi verða sjálfir að setja sig inn í þær aðgerðir. Það eru í boði fjöldinn allur af hjálparsíðum á netinu sem útskýra þetta sérstaklega.
Kennsluaðferðir
Námið byggir á fyrirlestrum og mikilli verkefnavinnu. Lögð er áhersla á að verkefnin séu hagnýt og til þess fallin að auka skilning og færni nemenda og styrkja þá í sjálfstæðum vinnubrögðum.
Heimalærdómur
Verkefnavinna nemenda er mikil í náminu og er gert ráð fyrir nokkuð mikilli heimavinnu. Mikilvægt er að nemendur geri sér grein fyrir að besta leiðin til að læra bókhald er endurtekning og því er mikilvægi heimanáms mikið. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð nemenda undir handleiðslu kennara.
Fyrir hverja?
Fyrir þá sem hafa lokið Grunnnámi í bókhaldi og excel eða sambærilegum undirbúningi og ætla sér að starfa við bókhald. Að þessu námskeiði loknu ættu nemendur að hafa vald á öllum helstu færniþáttum sem prýða góðan bókara.
Námsbrautir
Námskeiðið er hluti af námsleiðinni - Viðurkennt bókaranám sem skiptist í:
1. Grunnnám í bókhaldi og excel
2. Bókaranám framhald
3. Að viðurkenndum bókara
Inntökuskilyrði
Þeir sem ekki hafa lokið Grunnnámi í bókhaldi og Excel eða Skrifstofuskólanum, sem eru undanfarar þessa námskeiðs, þurfa að hafa grunnþekkingu á bókhaldi og Excel-töflureikni ásamt grunnþekkingu á virðisaukaskatti.
Greiðslumöguleikar
Sjá nánari upplýsingar hér: http://www.ntv.is/is/um-ntv/greidsla-namskeidsgjalda
Fyrirtæki leita mikið til NTV eftir starfsfólki
Við viljum benda á að fyrirtæki, stór og smá, leita í auknu mæli eftir starfsfólki úr nemendahópi NTV. Við mælum að sjálfsögðu með okkar góðu nemendum.
Aðstoð við ferilskrá
Til að auka líkur hjá þeim nemendum sem leita eftir nýju starfi að námi loknu kemur ráðgjafi frá Capacent og heldur kynningu um hvernig nemendur eigi að bera sig að varðandi umsóknarferli, ferilskrá og ráðningarviðtöl.
Excel framhald - 30 stundir
Gert er ráð fyrir að nemendur hafi grunnþekkingu á Excel. Einkum er fjallað um aðgerðir og föll í Excel sem nýtast í verkefnum sem gerð verða í náminu.
Laun - 24 stundir
Byrjað er á því að skoða kjarasamninga almennt ásamt reglum um reiknað endurgjald. Fjallað er um mismunandi launaliði og hlunnindi ásamt frádráttarliðum. Þá eru reiknuð laun og launaseðlar gerðir í Excel. Loks er farið í launakerfi sem hluta af bókhaldskerfi og farið í gegnum allt ferlið þar, allt frá stofnun launþega yfir í að keyra út skilagreinar. Fjallað er um skattkort, opinber gjöld, lífeyrissjóði og mismunandi tegundir af skilagreinum.
Lánardrottnar og viðskiptamenn - 21 stund
Farið er í lista yfir lánardrottna og viðskiptamenn og hvernig þeir eru flokkaðir og tengdir aðilar teknir til skoðunar ásamt því hvernig þessar upplýsingar eru birtar í ársreikningum.
Fyrningar - 21 stund
Fjallað er um mismunandi reglur um fyrningar fyrirtækja, annars vegar samkvæmt skattareglum og hins vegar samkvæmt venjum í reikningshaldi. Nemendur fylla út fyrningatöflur, bæði skattalegar og reikningshaldslegar, og gera viðeigandi færslur sem hluta af uppgjöri.
Virðisaukaskattur - 9 stundir
Fjallað er um virðisaukaskatt og afstemmingar virðisaukaskatts. Gerðar eru leiðréttingarskýrslur
UPpgjör lána - 21 stund
Tekin eru fyrir lán fyrirtækja og farið ítarlega í uppreikning þeirra miðað við verðbólgu og gengi. Farið er yfir mun á langtíma- og skammtímaskuldum. Nemendur reikna lánatöflur og færa nauðsynlegar færslur sem hluta af uppgjöri, svo sem uppreikning lána, næsta árs afborganir og áfallna vexti.
Gerð og greining ársreikninga - 36 stundir
Farið er í lykilafstemmingar sem óskað er eftir við ársuppgjör. Nemendur læra hvernig má flýta fyrir endurskoðunarvinnu og gera það ferli bæði styttra og ódýrara. Ennfremur læra nemendur að ganga frá uppgjöri sjálfir með öllum þeim færslum sem þarf að gera.
Farið er yfir uppbyggingu ársreiknings: áritanir, rekstrar- og efnahagsreikning og sundurliðanir.
Einnig eru reiknaðar algengar og gagnlegar kennitölur úr upplýsingum í ársreikningum.
Nemendur búa til ársreikning frá grunni.
Vinnustofa - 12 stundir
Vinnustofa eru tvö skipti þar sem nemendur geta mætt og unnið undir handleiðslu kennara. Þar er ekkert nýtt efni tekið fyrir heldur geta nemendur komið með spurningar og verkefni sem þeir vilja fá aðstoð við.
Lokaverkefni - 18 stundir
Nemendur gera ítarlegt lokaverkefni þar sem framkvæmt er uppgjör á fyrirtæki. Í lokaverkefninu koma fyrir öll aðalatriðin sem farið hefur verið í á námskeiðinu.