Flýtilyklar
Að viðurkenndum bókara
Lengd námskeiðs
123 kennslustundirEiningar til stúdentsprófs
3Verð
249.500 kr.Fjarnám í boði.
Vandað sérhannað fjarnám er í boði í þessu námi - sjá neðar á síðunni.
Almennt um námið
Markmiðið með námskeiðinu er að undirbúa nemendur til að geta tekið þau þrjú próf sem gefa gráðuna „Viðurkenndur bókari“. Þessi próf eru haldin á haustin á vegum efnahags- og viðskiptaráðuneytisins https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/vidskipti/bokhald/vidurkenndir-bokarar/ Prófgjöld eru ekki innifalin í námskeiðsverði okkar.
Námið er byggt upp á kennslu og verklegum æfingum. Rétt er að gera ráð fyrir mikilli heimavinnu. Kennsluefnið er viðamikið og það er mjög mikilvægt að nemendur noti talsverðan tíma yfir sumarmánuðina í lestur og sjálfsnám til að undirbúa sig fyrir prófin um haustið.
Eingöngu er boðið upp á þetta nám á haustönn. Áætlað er að námið hefjist um miðjan ágúst að hausti Endanlegar tímasetningar munu ekki liggja fyrir, fyrr en prófanefnd hefur gefið út prófdaga. Skipulag námsins verður með þeim hætti að kennt er í helgarlotum, seinnipart föstudags og laugardaga ca. aðra hvora helgi.
Athygli er vakin á því að ætlast er til að nemendur séu með eigin fartölvur í þessum hluta námsins.
NTV skólinn mun einungis kenna þetta námskeið svo fremi sem fyrirkomulag og reglur um próf viðurkenndra bókara á vegum ráðuneytisins breytist ekki mikið frá því sem nú er. Ef slíkt gerist og skólinn telur ástæðu til, áskilur hann sér rétt til að kenna ekki námskeiðið og þá endurgreiða þeim sem þegar hafa greitt.
Kennsluaðferðir og heimalærdómur
Í hverjum tíma er fyrirlestur sem tekinn er upp og hafa nemendur aðgang að honum. Mikið er um verklegar æfingar með kennara. Mikið kennsluefni er til staðar og nær tíminn í skólanum ekki til yfirferðar á öllum verkefnum og því er mikilvægt að nemendur vinni einnig sjálfstætt að verknalausnum. Nemendur þurfa jafnframt að afla sér allra upplýsinga varðandi prófefnislýsingu hverju sinni. Eins bera nemandur sjálfir ábyrgð á því að skrá sig í próf, greiða prófagjöld ásamt því að fylgjast vel með hvaða gögn þeir mega taka með sér í próf.
Fjarnám
NTV skólinn býður upp á vandað fjarnám með góðum stuðningi. Nemendur fá allt ítarlegt námsefni, fyrirlestra, verkefni og úrlausnir í gegnum nemendaumhverfi skólans sem er aðgengilegt hvar og hvenær sem er á netinu. Jafnframt fá nemendur aðgengi að upptökum úr kennslutímum sem aukaefni, þegar það á við, og gefst nemendum kostur á að horfa á það hvar og hvenær sem er. Fjarnemendur hafa aðgengi að leiðbeinanda í gegnum nemendasvæðið með allar fyrirspurnir. Skipulögð samskipti kennara/umsjónarmanns við fjarnemendur fara fram rafrænt og í síma óski nemendur þess. Í upphafi fá fjarnemendur námsdagskrá sem tilgreinir og tímasetur alla námsyfirferð, verkefnaskil, prófadaga og annað sem við á. Öll próf eru framkvæmd í gegnum nemendaumhverfi NTV á netinu. Öllum nemendum í fjarnámi býðst að koma í valda tíma í staðnáminu ef þeir óska eftir því svo fremi sem það eru laus sæti.
ATH: Mikilvæg ábending fyrir fjarnemendur sem vinna í Mac umhverfi. Námsefni skólans miðast við PC umhverfi í allri Excel kennslu. Það er munur á einstökum aðgerðum á milli Mac og PC, þó hann fari minnkandi. Sá munur liggur aðallega í flýtiaðgerðum á lyklaborðinu. Nemendur í Mac umhverfi verða sjálfir að setja sig inn í þær aðgerðir. Það eru í boði fjöldinn allur af hjálparsíðum á netinu sem útskýra þetta sérstaklega.
Fyrir hverja
Þetta nám er fyrir þá sem stefna á þau þrjú próf sem gefa gráðuna „Viðurkenndur bókari“. Þessi próf eru haldin á haustin á vegum efnahags- og viðskiptaráðuneytisins.
Þessi hluti er hugsaður fyrir þá nemendur sem hafa lokið Grunnnámi í bókhaldi og Excel og Bókaranám framhald hjá NTV skólanum
https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/starfsrettindi/
https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/vidskipti/bokhald/
https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/vidskipti/bokhald/profefnislysing/
https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/vidskipti/bokhald/vidurkenndir-bokarar/
https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/vidskipti/bokhald/vinnuskjol/
https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/vidskipti/bokhald/synisprof/
Námsbrautir
Námskeiðið er hluti af námsleiðinni - Viðurkennt bókaranám sem skiptist í:
1. Grunnnám í bókhaldi og excel
Inntökuskilyrði
Þetta nám er ætlað þeim sem lokið hafa Bókaranámi framhald eða Skrifstofu- og bókhaldsbraut hjá NTV. Kenndar eru þær viðbætur sem nemendur úr því námi þurfa til að geta tekið þau þrjú próf sem gefa gráðuna „Viðurkenndur bókari“. Þessi próf eru haldin á haustin á vegum efnahags- og viðskiptaráðuneytisins. Prófgjöld eru ekki innifalin í námskeiðsverði okkar.
Greiðslumöguleikar
Sjá nánari upplýsingar hér: http://www.ntv.is/is/um-ntv/greidsla-namskeidsgjalda
Starfsmennt greiðir þennan þriðja hluta í Viðurkenndu bókaranámi fyrir aðildarfélaga sína. Hægt er að leita nánari upplýsinga hér:https://www.smennt.is/nam-hja-starfsmennt/nam-starfsgreina/vidurkenndur-bokari/
- Reikningshald - 41 stund
- Upplýsingatækni - 6 stundir
- Skattaréttur - 45 stundir
- Upprifjun - 30 stundir
REIKNISHALD, VIÐBÆTUR (41 STUND)
Farið er í eftirfarandi atriði: Áframhaldandi rekstrarhæfi, kostnaðarverðsregla, gangvirði, innlausn tekna, jöfnunarregla, varkárnisregla, mikilvægisregla, sjóðstreymi, skýringar, afstemmingar og birgðamat.
UPPLÝSINGATÆKNI, VIÐBÆTUR (6 STUNDIR)
Fjallað er um eftirfarandi: Upplýsingakerfi og öryggisþættir, innra eftirlit, töflureiknir l, fjármálaföll og skilyrt föll, síur (filters) og veltitöflur (pivot).
SKATTARÉTTUR (45 STUNDIR)
Fjallað er um eftirfarandi atriði: Lög um tekjuskatt, útfylling skattframtals einstaklinga og lögaðila, skattskyldar tekjur, A, B og C tekjur, frádráttarliðir, tekjuskattstofn, reiknaður tekjuskattur og gjaldfærður, frestaður tekjuskattur / skattinneign, samskipti við RSK, kæruleiðir til yfirskattanefndar, fyrirtækjaskrá RSK, helstu félagaform (hf., ehf., sf. og slf.) og mismunandi ábyrgð hluthafa / eigenda og reglur um arðgreiðslur / úthlutun á eigin fé.
UPPRIFJUNARTÍMAR (30 STUNDIR)
Upprifjun og útskýringar á einstökum þáttum sem teknir eru fyrir á prófunum þremur.
Kvöld- og helgarnámskeið
Námskeið hefst: 14.08 2021Námskeiði lýkur: 11.12 2021
Dagar: föstudagur, laugardagur
Tími: Helgarlotur