Grafísk hönnun

Þetta er hagnýtt nám fyrir þá sem vilja vinna efni fyrir prentmiðla á tölvutæku formi. Kennt er á Adobe forritin sem eru allsráðandi í grafíska geiranum í

Grafísk hönnun

  • Hvað segja nemendur um námið?

    Grafísk hönnun er frábært nám sem getur hjálpað þér bæði í vinnu og frítíma.

      -  Þorgrímur Sveinsson innkaupastjóri, fyrrverandi nemandi í Grafískri hönnun

Lengd námskeiðs

156 kennslustundir

Verð

305.500 kr.

Inntökuskilyrði 

Nemendur þurfa að hafa haldgóða þekkingu á Windows-stýrikerfinu og reynslu af netnotkun. Ekki er krafist þekkingar á teikni-, myndvinnslu- eða umbrotsforritum. Nemendur þurfa að geta lesið ensku þar sem námsbækur eru að hluta til á ensku.

Greiðslumöguleikar

Sjá nánari upplýsingar hér: http://www.ntv.is/is/um-ntv/greidsla-namskeidsgjalda

Almennt um námið

Þetta er hagnýtt nám fyrir þá sem vilja vinna efni fyrir prentmiðla á tölvutæku formi. Kennt er á Adobe-forritin sem eru allsráðandi í grafíska geiranum í dag: Illustrator (teikning), InDesign (umbrot) og Photoshop (myndvinnsla). Markmið námskeiðsins er að nemendur geti komið frá sér hugmyndum á tölvutæku formi og að frágangur allra verka sé eins og best verður á kosið. Námskeiðið byggir á kennslu og fyrirlestrum, en einnig er mikið um verklegar æfingar.

Vakin er athygli á, að þeir sem ljúka þessu námi fá ekki starfsheitið ,,Grafískur hönnuður, enda er það lögverndað starfsheiti.

Fyrirtæki leita mikið til NTV eftir starfsfólki

Við viljum benda á að fyrirtæki, stór og smá, leita í auknum mæli eftir starfsfólki úr nemendahópi NTV. Við mælum að sjálfsögðu með okkar góðu nemendum.

  • Mismunandi gerð kynningarefnis - 1 dagur
  • Adobe Illustrator - 6 dagar
  • Adobe Photoshop - 6 dagar
  • Adobe InDesign - 6 dagar
  • Meðhöndlun lita - 1 dagur
  • Letur og leturfræði - 1 dagur
  • Skipulag, vistun og frágangur - 1 dagur
  • Samskipti við fjölmiðla og prentsmiðjur - 1 dagur
  • Lokaverkefni - 3 dagar

Mismunandi gerð kynningarefnis  (1 dagur)

Farið er í yfirferð námskeiðsins og verkferlið rakið frá hugmynd að fullunnu verki. Kynntir eru helstu boðmiðlar og boðleiðir út á markaðinn. Fjallað er um mismunandi kynningarefni fyrirtækja: hver þau eru og hverjar áherslurnar eru við framsetningu þeirra. Rætt er um ímynd fyrirtækja, möguleika á markaði og margt fleira.

ADOBE PHOTOSHOP  (6 DAGAR)

Kennt er á Photoshop-myndvinnsluforritið. Hér er áhersla lögð á ljósmyndir, meðferð þeirra og vinnslu í víðu samhengi. Farið er í helstu aðgerðir forritsins sem snúa að vinnslu ljósmynda, upplausn og margt fleira. Nemendur læra að vinna með myndir, blanda þeim, laga og breyta, svo fátt eitt sé nefnt.

Adobe Illustrator  (6 dagar)

Kennt er á Illustrator-teikniforritið sem er eitt mest notaða teikniforritið í dag. Lögð er áhersla á að nemendur læri að tileinka sér þær aðferðir sem þarf til að koma góðri hugmynd á tölvutækt form. Nemendur vinna raunhæf verkefni, svo sem auglýsingar, merki og fleira.

Adobe InDesign  (6 dagar)

Kennt er á InDesign-umbrotsforritið. Lögð er áhersla á að nemendur læri að tileinka sér einfaldar og markvissar aðferðir sem þarf til að koma góðri hugmynd á framfæri. Nemendur vinna raunhæf verkefni, svo sem innskot í tímarit og bæklinga.

Meðhöndlun lita  (1 dagur)

Farið er yfir mismunandi litakerfi í myndvinnslunni: RGB, CMYK og fleiri. Einnig er fjallað almennt um litvinnslu.

Letur og leturfræði  (1 dagur)

Fjallað er um leturgerðir og leturfjölskyldur og fengist við spurningar eins og: Hvernig á að velja letur? Hvað má og hvað má ekki? Hvaða leturnotkun er vænlegust til árangurs?

Skipulag, vistun og frágangur  (1 dagur)

Fjallað er um hvernig er best að skipuleggja verkefni, hvernig á að haga frágangi á verkum til hinna ýmsu miðla, hvernig á að skila af sér verkefnum og hvað er nauðsynlegt að gera og hvað ber að varast.

Samskipti við fjölmiðla og prentsmiðjur  (1 dagur)

Í þessum hluta námskeiðsins eru tvær heimsóknir. Farið er í prentsmiðjuna Prentmet og verkferli hennar og prentmöguleikar skoðaðir. Þá er Morgunblaðið heimsótt, þar sem tæknilegur fulltrúi blaðsins sýnir það sem máli skiptir og ræðir við nemendur um vistun og frágang á myndum til prentunar.

Lokaverkefni  (3 dagar)

Í lokaverkefninu vinna nemendur kynningarpakka fyrir fyrirtæki og fleira. 
Verkefnið er kynnt snemma á námskeiðinu, unnið af og til meðan á námskeiðinu stendur og svo eingöngu í síðustu tímunum. Verkefninu er skilað bæði á útprentuðu og tölvutæku formi. 
Kennarinn gefur umsögn (einkunn) fyrir lokaverkefnið.

Annað 

Margt af ofangreindu skarast að einhverju leyti, þannig að umfjöllunin er lifandi. Að auki er fjallað um heilmargt annað sem snertir grafíska hönnun. Nefna má almenna umræðu um hönnun, merkjahönnun, markaðsmál, prentmöguleika, pappír, pappírsval ofl. 

Dagnámskeið

Námskeið hefst: 18.02 2021
Námskeiði lýkur: 31.05 2021
Dagar: þriðjudagur, fimmtudagur
Tími: 13:00 - 17:00

Kvöldnámskeið

Námskeið hefst: 18.02 2021
Námskeiði lýkur: 31.05 2021
Dagar: þriðjudagur, fimmtudagur
Tími: 18:00 - 22:00




Þetta á BARA við þá sem eru að skrá sig í nám sem styrkt er af FA - Skrifstofuskólann og Sölu- markaðs- og rekstrarnám.



Ef þriðji aðili greiðir fyrir námið þarf að fylla út reitina hér að neðan.
Td. starfsmannasjóri eða yfirmaður (þarf ekki að fylla út nema það eigi við)
Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri?

Svæði

Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn

  • Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogur
  • Sími 544 4500 / Fax 544 4501

Fréttabréf

Skráðu þig á póstlista hjá okkur og fáðu fréttir og tilboð sent á netfangið þitt.