Hvað segja nemendur um námið?
Flott kennsla og góð aðstaða. Námið nýttist mér mjög mikið í mínu starfi og ég mæli hiklaust með NTV fyrir kerfisstjóranám. - Elías Björnsson Tæknimaður hjá Þekkingu, fyrrverandi nemandi í MCITP kerfisstjórnun |
ALMENNT UM NÁMIÐ
Námskeiðið er undirbúningur fyrir 3 alþjóðlegar vottanir frá microsoft. Námið skiptist niður í nokkur hólf til undirbúnings á neðan greindum vottunum:
MARKMIÐ
Markmiðið er að nemendur séu undirbúnir fyrir fyrrnefnd próf og einnig uppsettingu á staðar kerfum með Windows server 2019.
Nemendur sem ljúka námskeiðinu og standa sig með prýði eru færir um að stýra minni og meðalstórum Windows Server/Azure netkerfum, reynslumeiri nemendur geta nýtt þekkinguna til að stýra stærri kerfum. Nemendur eiga að geta aflað sér frekari þekkingar í faginu á eigin spýtur.
Nemendur hafa:
KENNSLUAÐFERÐIR
Í hverjum kennslutíma eru fyrirlestrar og einnig er lögð áhersla á verklegar æfingar og stýrir kennari umræðum um námsefnið ásamt sýnikennslu o.fl.
HEIMALÆRDÓMUR
Gert er ráð fyrir að nemendur lesi kennslubók sem skólinn útvegar. Um er að ræða viðurkennt kennsluefni Microsoft press. Einnig má eiga von á að nemendur þurfi að lesa greinar o.fl. á Netinu sem kennari bendir á. Mikill kostur er ef nemendur hafa aðgang að sýndarumhverfi heima hjá sér (annars hægt að nota aðstöðu í skólanum) til að vinna að verkefnum eða fikta í stýrikerfunum en það er þó ekki nauðsynlegt nema fyrir hluta af námseiðinu.
FYRIR HVERJA
Námskeiðið hentar núverandi kerfisstjórum sem vantar þekkingu á nýjustu tækni í Windows Server/Azure. Nemendur þurfa að hafa kynnst a.m.k. grundvallaratriðum úr Microsoft Active Directory og Azure Active Directory til að geta fengið sem mest út úr námskeiðinu. Slíkur undirbúningur er hluti af námskeiðinu Umsjón Windows Stýring & uppsetning & Stýring 365 kerfa
Skólinn er bæði Microsoft Silver Partner ásamt því að vera viðurkenndur sem Cisco Academy. Hjá skólanum kenna sérfræðingar sem á sama tíma eru að starfa á fullu í framsæknum íslenskum fyrirtækjum og er því öll þekking, kennsla og verkefni í miklum tengslum við það sem er að gerast í atvinnulífinu á hverjum tíma. Kennarar eru með alþjóðlega vottun, Microsoft Certified Trainer. Allt kennsluefni er frá Microsoft og Cisco.
INNTÖKUSKILYRÐI
Gert ráð fyrir að nemendur hafi þekkingu á þjónustu stðar tölvukerfa og kynnt sér Azure. Nemendur sem ekki hafa reynslu af þjónustu við slík kerfi ættu að taka námskeiðið Windows stýring og PowerShell & Stýring 365 kerfa sem er góður grunnur fyrir þetta námskeið. Nemendur þurfa að hafa þekkingu á Active Directory og Azure Active Directory. Námskeiðið er ekki ætlað algerum byrjendum, þeim sem enga reynslu hafa í faginu bent á taka námsbrautina Kerfisstjóri Diplómanám eða Kerfis- og netstjóri Diplómanám sem þetta námskeið er hluti af.
Námskeiðið er hluti af þessum námsbrautum:
• Kerfisstjóri Diplómanám
• Kerfisstjóri og Netstjóri Diplómanám
GREIÐSLUMÖGULEIKAR
SJÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR HÉR: HTTP://WWW.NTV.IS/IS/UM-NTV/GREIDSLA-NAMSKEIDSGJALDA
FYRIRTÆKI LEITA MIKIÐ TIL NTV EFTIR STARFSFÓLKI.
Skýringar á námsþáttum koma fram undir flipanum Almennt.
Allar helstu skýringar eru undir flipanum Almennt.