Flýtilyklar
Digital marketing - í boði starfsmenntasjóðs á landsbygginni
Lengd námskeiðs
112 kennslustundirVerð
Greitt 100% af þínum starfsmenntasjóði á landsbyggðinniFJARNÁM 5 vikur: 4.nóvember - 2. desember. Námskeiðið er mjög hagnýtt og hugsað fyrir þá sem vilja læra að skipuleggja og framkvæma sjálfir kynningar og markaðsstarf á samfélagsmiðlum og á netinu. Námskeiðið er krefjandi og mjög verkefnamiðað undir leiðsögn reyndra fagmanna. Kennt frá grunni.
Engir fastir viðverutímar, en verkefnaskil vikulega. Áætlað vinnuframlag er um 10-15 klukkustundir á viku á meðan á námskeiði stendur.
HÆFNI SEM ÞÁTTTAKENDUR ÖÐLAST:
Námsleið sem kennir fólki að nýta markaðsfræðina og tæknina í stafrænum heimi hvort sem það er á netmiðlum, samfélagsmiðlum eða á leitarvélum.
NÁMSYFIRFERÐ
Í byrjun er farið yfir ákveðin grunnatriði markaðshugsunar og vinnuferla, varðandi greiningu á umhverfi og neytendum, ásamt öðrum almennum þáttum. Síðan er farið í mjög hagnýta kennslu á hvað við getum gert í stafrænni markaðssetningu og með notkun á samfélagsmiðlum. Hvernig við skipuleggjum og framkvæmum sjálf, skref fyrir skref. Farið er ítarlega í hluti eins og: Google Adwords, Google Analytics, markaðssetning á Facebook, Business manager á FB, Facebook Pixels.
SKRÁNING Á NÁMSKEIÐIÐ
Námskeiðið heitir "Digital marketing - greitt af starfsmenntasjóði" og skráning á námskeiðið er hér. Athugið að allar skráningar verða yfirfarnar og samþykktar af fulltrúum þíns starfsmenntasjóðs. Þegar það liggur fyrir þá færðu senda staðfestingu á tölvupóstfangið sem þú gefur upp í skráningunni ásamt kennsluáætlun frá NTV skólanum. Nánari upplýsingar um hvaða starfsmenntasjóði um ræðir er að finna á ofangreindri skráningasíðu.
NÁMSKEIÐIÐ ER KENNT Í FJARNÁMI - NÁNAR UM TILHÖGUN
NTV skólinn býður upp á vandað fjarnám með góðum stuðningi. Nemendur fá allt ítarlegt námsefni, kennslumyndbönd, verkefni og úrlausnir í gegnum nemendaumhverfi skólans sem er aðgengilegt hvar og hvenær sem er á netinu. Fjarnemendur hafa aðgengi að leiðbeinanda/-um í gegnum nemendasvæðið með allar fyrirspurnir ásamt umsjónarmanni fjarnáms. Skipulögð samskipti kennara/umsjónarmanns við fjarnemendur fara fram rafrænt og í síma óski nemendur þess. Í upphafi fá fjarnemendur námsáætlun sem tilgreinir og tímasetur námsyfirferð, verkefnaskil og annað sem við á.