Flýtilyklar
Skrifstofu- og tölvufærni - Í boði starfsmenntasjóðs á landsbyggðinni
Lengd námskeiðs
96 kennslustundirVerð
Greitt 100% af þínum starfsmenntasjóði á landsbyggðinniFJARNÁM 5 vikur. Fyrir alla sem vilja uppfæra sína þekkingu, og þá sem starfa á skrifstofu og/eða í starfi sem byggir á samskiptum og vinnu í nútíma tölvu- og skýjaumhverfi. Inntökuskilyrði: Engin.
HÆFNI SEM ÞÁTTTAKENDUR ÖÐLAST
Þátttakendur fá tækifæri til að öðlast grunnfærni sem nútíma skrifstofu og skipulagsstörf byggja á. Áhersla er lögð á að kenna grunn tölvufærni og að kenna fólki að nýta sér nútíma skýja og hugbúnaðarumhverfi við störf og í samskiptum. Jafnframt er fólki kennd uppsetning og framsetning á texta, vinna með tölur í töflureikni og reikna ásamt því að útbúa myndrænar kynningar.
NÁMSYFIRFERÐ
Nútíma skrifstofufærni byggist mikið á samskiptum og skipulagi í hugbúnaðar- og skýjaumhverfi. Hér lærir þátttakandinn á það helsta í Office 365 umhverfinu sem flest fyrirtæki nota í samskiptum, viðskiptum, gagna- og skjalavinnslu, í fjarvinnu og fyrir fjarfundi. Þá lærir fólk m.a. á Teams umhverfið, samskipta og skipulagshugbúnaðinn Outlook, texta og skjalavinnslu í Word, töflureikninn Excel og kynningar-verkfærið PowerPoint. Jafnframt er kenndur Verslunarreikningur frá grunni. Hér er að mestu farið yfir allt efni Skrifstofuskólans, að undanskildu bókhaldskennslu.
SKRÁNING Á NÁMSKEIÐIÐ
Námskeiðið heitir "Skrifstofu- og tölvufærni - greitt af starfsmenntasjóði" og skráning á námskeiðið er hér. Athugið að allar skráningar verða yfirfarnar og samþykktar af fulltrúum þíns starfsmenntasjóðs. Þegar það liggur fyrir þá færðu senda staðfestingu á tölvupóstfangið sem þú gefur upp í skráningunni ásamt kennsluáætlun frá NTV skólanum. Nánari upplýsingar um hvaða starfsmenntasjóði um ræðir er að finna á ofangreindri skráningasíðu.
NÁMSKEIÐIÐ ER KENNT Í FJARNÁMI - NÁNAR UM TILHÖGUN
NTV skólinn býður upp á vandað fjarnám með góðum stuðningi. Nemendur fá allt ítarlegt námsefni, kennslumyndbönd, verkefni og úrlausnir í gegnum nemendaumhverfi skólans sem er aðgengilegt hvar og hvenær sem er á netinu. Fjarnemendur hafa aðgengi að leiðbeinanda/-um í gegnum nemendasvæðið með allar fyrirspurnir ásamt umsjónarmanni fjarnáms. Skipulögð samskipti kennara/umsjónarmanns við fjarnemendur fara fram rafrænt og í síma óski nemendur þess. Í upphafi fá fjarnemendur námsáætlun sem tilgreinir og tímasetur námsyfirferð, verkefnaskil og annað sem við á.