Skrifstofu- og tölvufærni - Í boði starfsmenntasjóðs á landsbyggðinni

NTV er viðurkenndur fræðsluaðili af Mennta - og meningarmálaráðuneytinu. Mikið af spennandi námsleiðum í boði á bæði viðskipta- og tæknisviði.

Skrifstofu- og tölvufærni - Í boði starfsmenntasjóðs á landsbyggðinni


Lengd námskeiðs

96 kennslustundir

Verð

Greitt 100% af þínum starfsmenntasjóði á landsbyggðinni

FJARNÁM 5 vikur. Fyrir alla sem vilja uppfæra sína þekkingu, og þá sem starfa á skrifstofu og/eða í starfi sem byggir á samskiptum og vinnu í nútíma tölvu- og skýjaumhverfi. Inntökuskilyrði: Engin.

HÆFNI SEM ÞÁTTTAKENDUR ÖÐLAST

Þátttakendur fá tækifæri til að öðlast grunnfærni sem nútíma skrifstofu og skipulagsstörf byggja á. Áhersla er lögð á að kenna grunn tölvufærni og að kenna fólki að nýta sér nútíma skýja og hugbúnaðarumhverfi við störf og í samskiptum.  Jafnframt er fólki kennd uppsetning og framsetning á texta, vinna með tölur í töflureikni og reikna ásamt því að útbúa myndrænar kynningar.

NÁMSYFIRFERÐ

Nútíma skrifstofufærni byggist mikið á samskiptum og skipulagi í hugbúnaðar- og skýjaumhverfi.  Hér lærir þátttakandinn á það helsta í Office 365 umhverfinu sem flest fyrirtæki nota í samskiptum, viðskiptum, gagna- og skjalavinnslu, í fjarvinnu og fyrir fjarfundi.  Þá lærir fólk m.a. á Teams umhverfið, samskipta og skipulagshugbúnaðinn Outlook, texta og skjalavinnslu í Word, töflureikninn Excel og kynningar-verkfærið PowerPoint.  Jafnframt er kenndur Verslunarreikningur frá grunni.   Hér er að mestu farið yfir allt efni Skrifstofuskólans, að undanskildu bókhaldskennslu.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐIÐ

Námskeiðið heitir "Skrifstofu- og tölvufærni - greitt af starfsmenntasjóði" og skráning á námskeiðið er hér.  Athugið að allar skráningar verða yfirfarnar og samþykktar af fulltrúum þíns starfsmenntasjóðs.  Þegar það liggur fyrir þá færðu senda staðfestingu á tölvupóstfangið sem þú gefur upp í skráningunni ásamt kennsluáætlun frá NTV skólanum.  Nánari upplýsingar um hvaða starfsmenntasjóði um ræðir er að finna á ofangreindri skráningasíðu.

NÁMSKEIÐIÐ ER KENNT Í FJARNÁMI - NÁNAR UM TILHÖGUN

NTV skólinn býður upp á vandað fjarnám með góðum stuðningi. Nemendur fá allt ítarlegt námsefni, kennslumyndbönd, verkefni og úrlausnir í gegnum nemendaumhverfi skólans sem er aðgengilegt hvar og hvenær sem er á netinu. Fjarnemendur hafa aðgengi að leiðbeinanda/-um í gegnum nemendasvæðið með allar fyrirspurnir ásamt umsjónarmanni fjarnáms.  Skipulögð samskipti kennara/umsjónarmanns við fjarnemendur fara fram rafrænt og í síma óski nemendur þess.  Í upphafi fá fjarnemendur námsáætlun sem tilgreinir og tímasetur námsyfirferð, verkefnaskil og annað sem við á.




Þetta á BARA við þá sem eru að skrá sig í nám sem styrkt er af FA - Skrifstofuskólann og Sölu- markaðs- og rekstrarnám.



Ef þriðji aðili greiðir fyrir námið þarf að fylla út reitina hér að neðan.
Td. starfsmannasjóri eða yfirmaður (þarf ekki að fylla út nema það eigi við)
Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri?

Svæði

Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn

  • Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogur
  • Sími 544 4500 / Fax 544 4501

Fréttabréf

Skráðu þig á póstlista hjá okkur og fáðu fréttir og tilboð sent á netfangið þitt.