Flýtilyklar
Vefsíðugerð í WordPress - Í boði starfsmenntasjóðs á landsbyggðinni
Verð
Greitt 100% af þínum starfsmenntasjóði á landsbyggðinniFJARNÁM 4 vikur(15.sep-13.okt): Mjög hagnýtt og ýtarlegt námskeið fyrir alla sem vilja læra hvernig þeir setja upp fullbúna vefsíðu í WordPress umhverfi. Námskeiðið er klárlega krefjandi og sérlega verkefnadrifið – „Að gera sjálfur“ undir leiðsögn fagmanns. Kennt frá grunni að fullbúinni heimasíðu.
Engir fastir viðverutímar, en verkefnaskil. Áætlað vinnuframlag er um 10-15 klukkustundir á viku á meðan á námskeiði stendur.
Hæfni sem þátttakendur eiga að öðlast:
Að geta sett upp fullbúna heimasíðu fyrir einfaldan rekstur eða félagasamtök án stuðnings. Auk þess að verða færir um að vita hvar og hvernig þeir geti sótt sér frekari þekkingu og þróað sig áfram.
NÁMSYFIRFERÐ
Þátttakendur setja upp WordPress síðu frá grunni og þeim kennt að viðhalda, breyta og bæta. Þeir læra hvernig hægt er að ná markaðslegum árangri með heimsóknir á heimasíður og hvernig ná má árangri varðandi leitarvélarbestun. Ítarleg lýsing á heimasíðu hér – bæði lýsingu á WP grunnur og WP framhald.
SKRÁNING Á NÁMSKEIÐIÐ
Námskeiðið heitir "Vefsíðugerð í WordPress - greitt af starfsmenntasjóði" og skráning á námskeiðið er hér. Athugið að allar skráningar verða yfirfarnar og samþykktar af fulltrúum þíns starfsmenntasjóðs. Þegar það liggur fyrir þá færðu senda staðfestingu á tölvupóstfangið sem þú gefur upp í skráningunni ásamt kennsluáætlun frá NTV skólanum. Nánari upplýsingar um hvaða starfsmenntasjóði um ræðir er að finna á ofangreindri skráningasíðu.
NÁMSKEIÐIÐ ER KENNT Í FJARNÁMI - NÁNAR UM TILHÖGUN
NTV skólinn býður upp á vandað fjarnám með góðum stuðningi. Nemendur fá allt ítarlegt námsefni, kennslumyndbönd, verkefni og úrlausnir í gegnum nemendaumhverfi skólans sem er aðgengilegt hvar og hvenær sem er á netinu. Fjarnemendur hafa aðgengi að leiðbeinanda/-um í gegnum nemendasvæðið með allar fyrirspurnir ásamt umsjónarmanni fjarnáms. Skipulögð samskipti kennara/umsjónarmanns við fjarnemendur fara fram rafrænt og í síma óski nemendur þess. Í upphafi fá fjarnemendur námsáætlun sem tilgreinir og tímasetur námsyfirferð, verkefnaskil og annað sem við á.