Verkefnastjórnun á mannamáli er hagnýt námsleið þar sem fjallað er um málefni verkefnastjórnunar frá a-ö og rýnt í heim verkefnastjórans. Nemendur fá tækifæri til að skipuleggja verkefni úr eigin lífi eða starfi með aðferðum verkefnastjórnunar. Námið er einungis í boði í fjarnámi.
Lögð verður áhersla á að veita þátttakendum hagnýtar aðferðir, tól og verkfæri sem geta nýst í almennri stjórnun, skipulagningu og samskiptum innan fyrirtækja sem og í sjálfstæðum verkefnum. Í náminu verður farið yfir grunninn í verkefnastjórnun, leiðtogahæfni og sjálfsþekkingu, árangursríka teymisvinnu, skilgreiningu og skipulag verkefna og samskipti. Nemendur læra að útbúa verkáætlun og fjárhagsáætlun og að framkvæma áhættugreiningu og hagsmunaaðilagreiningu svo eitthvað sé nefnt. Námsleiðin eflir þátttakendur í að stýra verkefnum sem sterkir leiðtogar og að setja af stað, fylgja eftir og ljúka verkefnum svo allir hagsmunaaðilar séu sáttir.
Námsleiðin getur nýst sem grunnur fyrir
D-vottun í verkefnastjórnun hjá Verkefnastjórnunarfélagi Íslands