VMST Sölu- markaðs- og rekstrarnám

NTV er viðurkenndur fræðsluaðili af Mennta - og meningarmálaráðuneytinu. Mikið af spennandi námsleiðum í boði á bæði viðskipta- og tæknisviði.

VMST Sölu- markaðs- og rekstrarnám


Lengd námskeiðs

456 kennslustundir

Verð

Nemandi greiðir 28.000 (VMST greiðir kr 80.000)

Almennt um námið 

Sölu-, markaðs- og rekstrarnám NTV og Mímis-símenntunar hentar sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að vinna við viðskipta-, sölu- og markaðsmál og þeim sem vilja stofna til eigin reksturs. Eftir námið hefur nemandinn öðlast nægjanlega innsýn og færni í viðskipta-, markaðs- og sölumálum til að undirbúa eigin rekstur eða til að starfa sem sölu- og markaðsfulltrúi stærri fyrirtækja. 

Námið samanstendur af kennslu og verklegum æfingum og eru próf í helstu námsgreinum. Rétt er að gera ráð fyrir nokkurri heimavinnu. Í lok náms fá nemendur viðurkenningarskjal og prófskírteini.

Öll fög í náminu eru kennd frá grunni. Námið er haldið í samvinnu við Mími - símenntun.

Kennt er eftir vottaðri námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og er námið á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Mögulega er hægt að meta námið til allt að 22 eininga á framhaldsskólastigi en það fer eftir mati þess skóla sem nemendur sækja um, hve margar einingar eru samþykktar. Ekki er tryggt að námsmaður geti nýtt allar einingar til styttingar á námi í framhaldsskóla, það fer eftir tegund náms og námsferli viðkomandi námsmanns.

Skráning er hér (námskeiðið heitir:  "VMST - Sölu, markaðs og rekstrarnám")

Helstu námsþættir

Námið er ætlað fólki sem er 20 ára eða eldra og hefur stutta formlega skólagöngu að baki.  Fræðslusjóður atvinnulífsins niðurgreiðir námið fyrir þá sem ekki hafa lokið framhaldsskólamenntun(stúdentsprófi eða hliðstæðri menntun).

  • Námstækni, Sjálfstyrking, samskipti, tímastjórnun og markmiðasetning
  • Framkoma og framsögn
  • Tölvu- og upplýsingafærni
  • Verslunarreikningur
  • Sölustjórnun, viðskiptatengsl og þjónusta
  • Almenn markaðsfræði
  • Markaðsrannsóknir
  • Samningatækni
  • Excel við áætlanagerð
  • Lykiltölur og lausafé
  • Frumkvöðlafræði
  • Gerð kynningarefnis
  • Markaðsetning á netinu
  • Stafræn markaðsfræði / samskiptamiðlar
  • Verkefnastjórnun
  • Gerð viðskiptaáætlunar / lokaverkefni

Fyrir hverja?

Námið er ætlað fólki sem er 20 ára eða eldra og hefur stutta formlega skólagöngu að baki.  Fræðslusjóður atvinnulífsins niðurgreiðir námið fyrir þá sem ekki hafa lokið framhaldsskólamenntun(stúdentsprófi eða hliðstæðri menntun).

Greiðslumöguleikar

Sjá nánari upplýsingar hér: http://www.ntv.is/is/um-ntv/greidsla-namskeidsgjalda

Dagnámskeið

Námskeið hefst: 26.02 2021
Námskeiði lýkur: 8.06 2021
Dagar: þriðjudagur, miðvikudagur, fimmtudagur, föstudagur
Tími: 09:00-13:00




Þetta á BARA við þá sem eru að skrá sig í nám sem styrkt er af FA - Skrifstofuskólann og Sölu- markaðs- og rekstrarnám.



Ef þriðji aðili greiðir fyrir námið þarf að fylla út reitina hér að neðan.
Td. starfsmannasjóri eða yfirmaður (þarf ekki að fylla út nema það eigi við)
Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri?

Svæði

Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn

  • Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogur
  • Sími 544 4500 / Fax 544 4501

Fréttabréf

Skráðu þig á póstlista hjá okkur og fáðu fréttir og tilboð sent á netfangið þitt.