Skrifstofu- og hönnunarbraut

Námið þjálfar nemendur til starfa við almenn skrifstofustörf en einnig til að geta verið tengiliðir fyrirtækis við auglýsingastofur, fjölmiðla og

Skrifstofu- og hönnunarbraut


Lengd námskeiðs

Tveggja anna nám, 432 kennslustundir

Verð

352.000 kr.

Almennt um námið

Nám á Skrifstofu- og hönnunarbraut þjálfar nemendur til starfa á nútímaskrifstofu. Nemendur eru undirbúnir til starfa við almenn skrifstofustörf en einnig til að geta verið tengiliðir fyrirtækis við auglýsingastofur, fjölmiðla og prentsmiðjur. Tekin eru saman tvö stór námskeið sem styðja mjög vel hvort við annað: Skrifstofuskólinn og Grafísk hönnun.  Í námi sem spannar fleiri annir, þá eru alltaf hefðbundin skólafrí, yfir sumartímann, yfir jól og áramót og yfir páskatímabilið.

Á fyrri önn er um að ræða almennt skrifstofu - og tölvunám sem hentar öllum sem eru annað hvort á leið út að vinnumarkaðinn, oft eftir nokkurra ára hlé, eða vilja styrkja stöðu sína í starfi. Í náminu er lögð rík áhersla á að styrkja einstaklinginn og gera hann hæfari til að takast á við krefjandi störf á vinnumarkaði. Meðal kennslugreina eru bókhald, tölvubókhald, verslunarreikningur, Word-ritvinnsla, Excel-töflureiknir, gerð kynningarefnis, streitustjórnun og margt fleira. Námið samanstendur bæði af kennslu og verklegum æfingum og eru próf í helstu greinum. Allar kennslugreinar eru kenndar frá grunni og rétt er að gera ráð fyrir nokkurri heimavinnu.

Á seinni önninni er lögð áhersla á að gera nemendur færa um að hanna og útbúa kynningarefni og er verkferlið rakið frá hugmynd að fullunnu verki með aðstoð algengustu forrita. Hér er höfuðáherslan lögð á kynningu á vöru og þjónustu. Með þessu opnast nýir möguleikar hjá fyrirtækjum eða stofnunum sem kjósa að hönnun kynningarefnis sé eingöngu eða að hluta til í höndum eigin starfsmanna. Námið samanstendur af fyrirlestrum, sýniskennslu og verklegum æfingum. Í lok náms fá nemendur viðurkenningarskjal og prófskírteini.

Inntökuskilyrði

Námið er ætlað fólki sem er 20 ára eða eldra og hefur stutta formlega skólagöngu að baki. 

Enskukunnátta er einnig nauðsynleg þar sem kennslubækur eru á ensku í seinni hluta námsins.

Greiðslumöguleikar

Sjá nánari upplýsingar hér: http://www.ntv.is/is/um-ntv/greidsla-namskeidsgjalda

Fyrirtæki leita mikið til NTV eftir starfsfólki

Við viljum benda á að fyrirtæki, stór og smá, leita í auknum mæli eftir starfsfólki úr nemendahópi NTV. Við mælum að sjálfsögðu með okkar góðu nemendum.

Athugið að skipting og lengd námsgreina er einungis til viðmiðunar.

 

Fyrri önn:

  • Kynning - 1 dagur
  • Sjálfstyrking, samskipti, tímastjórnun og markmiðasetning - 3 dagar
  • Námstækni  - 1 dagur
  • Verslunarreikningur - 5 dagar
  • Bókhald - 6 dagar
  • Tölvubókhald - 9 dagar
  • Sala og þjónusta - 1 dagur
  • Tölvu- og upplýsingaleikni - 14 dagar
  • Ferilskrá - 1 dagur
  • Lokaverkefni I - 6 dagar

Seinni önn:

  • Mismunandi gerð kynningarefnis - 1 dagur
  • Adobe Illustrator - 6 dagar
  • Adobe Photoshop - 6 dagar
  • Adobe InDesign - 6 dagar
  • Meðhöndlun lita - 1 dagur
  • Letur og leturfræði - 1 dagur
  • Skipulag, vistun og frágangur - 1 dagur
  • Samskipti við fjölmiðla og prentsmiðjur - 1 dagur
  • Lokaverkefni II - 3 dagar

 

Fyrri önnin (Skrifstofuskóla hlutinn):

Nánar um fyrri önnina, sjá skýringar hér í flipanum "Nánar" (ath opnast í nýjum glugga).

Seinni önnin (grafík hlutinn):

Nánar um seinni önnina, sjá skýringar hér í flipanum "Nánar" (ath opnast í nýjum glugga).

Morgunnámskeið

Námskeið hefst: 1.09 2022
Námskeiði lýkur: 16.05 2023
Dagar: þriðjudagur, fimmtudagur, föstudagur
Tími: 8:30 - 12:30 (ath. breyttar tímasetningar í seinni hluta eftir áramót)

Kvöld- og helgarnámskeið

Námskeið hefst: 31.08 2022
Námskeiði lýkur: 16.05 2023
Dagar: þriðjudagur, fimmtudagur, laugardagur
Tími: 18:00 - 22:00 og lau. 8:30 - 12:30 (ath. breyttar tímasetningar í seinni hluta eftir áramót)




Þetta á BARA við þá sem eru að skrá sig í nám sem styrkt er af FA - Skrifstofuskólann og Sölu- markaðs- og rekstrarnám.



Ef þriðji aðili greiðir fyrir námið þarf að fylla út reitina hér að neðan.
Td. starfsmannasjóri eða yfirmaður (þarf ekki að fylla út nema það eigi við)
Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri?

Svæði

Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn

Fréttabréf

Skráðu þig á póstlista hjá okkur og fáðu fréttir og tilboð sent á netfangið þitt.