Flýtilyklar
Forritun 1 önn
Lengd námskeiðs
162 kennslustundirVerð
365.500 kr.FJARNÁM Í BOÐI
Vandað sérhannað fjarnám er í boði í þessu námi - sjá neðar á síðunni.
FORRITUN 1. ÖNN
Á fyrstu önn í forritun læra nemendur grundvallaratriði í forritun og fræðast um smíði snjallsímaforrita með Flutter sem er nýtt forritunarumhverfi frá Google. Auk þess fá nemendur þjálfun í viðmótshönnun og notendaupplifun. Önninni lýkur með lokaverkefni.
Fyrir nemendur er lykilatriði að nám í forritun sé í takt við nýjustu þróun á hverjum tíma og að námið sé metið að verðleikum úti á markaðinum. Forritunarnámið hjá NTV er þróað í samstarfi við stór íslensk hugbúnaðarhús. Það er gert til að tryggja að námið taki mið af þörfum markaðarins hverju sinni og að það taki mið af nýjustu straumum á hverjum tíma. Námið er stöðugt í þróun og mun taka töluverðum breytingum frá og með hausti 2016. Til að gera námið enn betra og mæta óskum og kröfum hugbúnaðarhúsa er námið nú 3 annir.
NTV miðar að því á hverri önn að fá gestafyrirlesara og fara í áhugaverðar fyrirtækjaheimsóknir eftir því sem kostur er og sem tekur mið af viðfangsefnum hverju sinni.
Námið samanstendur af fyrirlestrum og verklegum æfingum í skólanum ásamt verkefnavinnu utan kennslutíma.
Fjarnám
NTV skólinn býður upp á vandað fjarnám með góðum stuðningi. Nemendur fá allt ítarlegt námsefni, fyrirlestra, verkefni og úrlausnir í gegnum nemendaumhverfi skólans sem er aðgengilegt hvar og hvenær sem er á netinu. Jafnframt fá nemendur aðgengi að upptökum úr kennslutímum sem aukaefni, þegar það á við, og gefst nemendum kostur á að horfa á það hvar og hvenær sem er. Fjarnemendur hafa aðgengi að leiðbeinanda í gegnum nemendasvæðið með allar fyrirspurnir. Skipulögð samskipti kennara/umsjónarmanns við fjarnemendur fara fram rafrænt og í síma óski nemendur þess. Í upphafi fá fjarnemendur námsdagskrá sem tilgreinir og tímasetur alla námsyfirferð, verkefnaskil, prófadaga og annað sem við á. Öll próf eru framkvæmd í gegnum nemendaumhverfi NTV á netinu. Öllum nemendum í fjarnámi býðst að koma í valda tíma í staðnáminu ef þeir óska eftir því svo fremi sem það eru laus sæti.
Markmið með náminu
Nemandi sem leggur sig fram í náminu á að geta staðið sig vel í starfi sem forritari hjá hugbúnaðarhúsi.
Fyrir hverja?
Forritunarbrautin er fyrir alla sem hafa áhuga á að starfa við forritun. Fyrsta önnin er jafnframt gagnleg fyrir kerfisstjóra sem vilja gera einfaldari forrit. Þessi námsbraut er ekki hugsuð fyrir reynda forrritara.
Get ég prófað hvort forritun og forritunarnám á við mig?
Námið er þannig sett upp að fyrsti hluti námsins er grunnur í forritun og Flutter og þann hluta er hægt að kaupa sérstaklega. Nemendur geta svo haldið áfram námi á forritunarbrautinni.
Inntökuskilyrði
Almennt gott tölvulæsi. Nemendur verða að vera færir um lesa námsefni á ensku, sem er almennt tungumál hugbúnaðargeirans.
Greiðslumöguleikar
Sjá nánari upplýsingar hér: http://www.ntv.is/is/um-ntv/greidsla-namskeidsgjalda
Kvöld- og helgarnámskeið
Námskeið hefst: 14.09 2022Námskeiði lýkur: 14.12 2022
Dagar: mánudagur, miðvikudagur
Tími: 18:00-21:00 & verkefnatímar nokkra laugardaga
Kvöld- og helgarnámskeið
Námskeið hefst: 14.09 2022Námskeiði lýkur: 14.12 2022
Dagar:
Tími: FJARNÁM