Forritun 2.önn

NTV býður upp á yfirgripsmikið forritunarnám sem spannar þrjár heilar annir þar sem kenndir eru allir helstu færniþætti sem forritarar þurfa kunna til að

Forritun 2.önn


Lengd námskeiðs

194 kennslustundir

Verð

435.750 kr.

 

Fjarnám í boði, staðarnámstímar ef eftirspurn

Á annarri önn hafa flestir nemendur kosið fjarnámskostinn.  Skólinn og kennararnir hafa boðið upp á verkefnatíma í húsakynnum skólans ef almenn ósk nemenda er eftir slíku. Að örðum kosti hafa verkefnatímar líka verið í fjarnámi.  


Forritun 2. önn

Á annarri önn læra nemendur að hanna skýjalausnir og bæta við þekkingu fyrri annar. Nemendur læra að forrita kerfi sem eru með viðmót í vafra og eru þ.a.l. ekki bundin við ákveðin stýrikerfi og henta m.a. fyrir snjalltæki. Þetta er vinsælasta leiðin fyrir nýjar hugbúnaðarlausnir.  Önninni lýkur svo með lokaverkefni þar sem nemendur hnýta saman þekkingu sína af fyrstu tveimur önnunum.  Eftir aðra önn eiga nemendur að vera hæfir til að smíða sinn eigin hugbúnaði í AZURE skýjaumhverfinu.

Fyrir nemendur er lykilatriði að nám í forritun sé í takt við nýjustu þróun á hverjum tíma og að námið sé metið að verðleikum úti á markaðinum. Forritunarnámið hjá NTV er þróað í samstarfi við stór íslensk hugbúnaðarhús. Það er gert til að tryggja að námið taki mið af þörfum markaðarins hverju sinni og að það taki mið af nýjustu straumum á hverjum tíma. Námið er stöðugt í þróun og mun taka töluverðum breytingum frá og með hausti 2016. Til að gera námið enn betra og mæta óskum og kröfum hugbúnaðarhúsa er námið nú 3 annir. 

Námið samanstendur af fyrirlestrum og verklegum æfingum í skólanum ásamt verkefnavinnu utan kennslutíma.

Fjarnám

NTV skólinn býður upp á vandað fjarnám með góðum stuðningi. Nemendur fá allt ítarlegt námsefni, fyrirlestra, verkefni og úrlausnir í gegnum nemendaumhverfi skólans sem er aðgengilegt hvar og hvenær sem er á netinu. Jafnframt fá nemendur aðgengi að upptökum úr kennslutímum sem aukaefni, þegar það á við, og gefst nemendum kostur á að horfa á það hvar og hvenær sem er. Fjarnemendur hafa aðgengi að leiðbeinanda í gegnum nemendasvæðið með allar fyrirspurnir.  Skipulögð samskipti kennara/umsjónarmanns við fjarnemendur fara fram rafrænt og í síma óski nemendur þess.  Í upphafi fá fjarnemendur námsdagskrá sem tilgreinir og tímasetur alla námsyfirferð, verkefnaskil, prófadaga og annað sem við á. Öll próf eru framkvæmd í gegnum nemendaumhverfi NTV á netinu. Öllum nemendum í fjarnámi býðst að koma í valda tíma í staðnáminu ef þeir óska eftir því svo fremi sem það eru laus sæti.

 

Markmið með náminu

Nemandi sem leggur sig fram í náminu á að geta staðið sig vel í starfi sem forritari hjá hugbúnaðarhúsi. Nemandi má áætla að verja að meðaltali 20 klukkustundum á viku í námið ef hann vill ná árangri.

Inntökuskilyrði

Nemendur verða að hafa klárað fyrstu önn á Forritunarbraut NTV, eða geta sýnt fram á að kunna vel það námsefni sem þar er kennt.

Greiðslumöguleikar

Sjá nánari upplýsingar hér: http://www.ntv.is/is/um-ntv/greidsla-namskeidsgjalda

Kvöld- og helgarnámskeið

Námskeið hefst: 1.09 2022
Námskeiði lýkur: 14.12 2022
Dagar:
Tími: FJARNÁM




Þetta á BARA við þá sem eru að skrá sig í nám sem styrkt er af FA - Skrifstofuskólann og Sölu- markaðs- og rekstrarnám.



Ef þriðji aðili greiðir fyrir námið þarf að fylla út reitina hér að neðan.
Td. starfsmannasjóri eða yfirmaður (þarf ekki að fylla út nema það eigi við)
Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri?

Svæði

Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn

Fréttabréf

Skráðu þig á póstlista hjá okkur og fáðu fréttir og tilboð sent á netfangið þitt.