Flýtilyklar
Gagnameistarinn - Data Science 1. önn
Lengd námskeiðs
uþb 90 kennslustd., áætlað vinnuframlag 6-10 klst/viku kennslustundirVerð
395.000 krStaðarnám og Fjarnám í boði. Gagnagreining og Gagnahögun (Data Science, Business Intelligence, Business Analytics) með áherslu á framsetningu stjórnendaupplýsinga - ný 3ja anna námslína. Þú öðlast hagnýta sýn og færni á sviði gagnavinnslu, greininga og stjórnendaupplýsinga. Að námi loknu áttu að geta nýtt þér margvíslega tækni og tól sem bæta yfirsýn og styðja við markvissa og upplýsta ákvarðanatöku. Gagnameistarinn er kenndur af teymi reyndra ráðgjafa.
Gagnameistarinn er heiti á nýrri námslínu NTV skólans:
Gagnagreining og högun með áherslu á framsetningu stjórnendaupplýsinga – ný námslína
Í boði eru, þrjár sjálfstæðar námsannir sem byggja hver á annarri og mynda eina heild. Krefjandi og verkefnamiðað nám, unnið í samstarfi við öflugan ráðgjafahóp. Nemendur sem kjósa að fá diplóma með einkunnagjöf/frammistöðu verða að skila verkefnum og/eða taka próf.
Á undanförnum árum hefur aðgengi að upplýsingum stóraukist og uppruni þeirra orðið æ fjölbreyttari. Samfara þessu hefur tilkoma nýrra hugbúnaðar- og skýjalausna gjörbylt aðgengi almennra notenda að gagnalindum. Þröskuldurinn fyrir gagnvirka greiningatækni lækkar stöðugt sem gerir það að verkum að notendur geta gert öflugar greiningar á margskonar gagnasöfnum á einfaldan og fljótvirkan hátt. Á síðustu misserum hefur aukin sjálfvirkni með aðstoð gervigreindar einnig verið að ryðja sér rúms og vakning orðið á mikilvægi markvissrar ákvörðunartöku samfara því.
Bæði í fjarnámi og staðarnámi.
Þessi námslína er bæði í boði í staðarnámi og fjarnámi. Þeir sem kjósa staðarnám, geta jafnframt fengið aðgengi að öllu fjarnámsefni og þeir sem eru í fjarnámi, geta komið og setið einstaka verkefna og fyrirlestrartíma í skólanum, svo fremi sem það eru laus sæti. Sjá nánar um fjarnám hér fyrir neðan. Hver er önn, bæði í staðarnámi og fjarnámi tekur
Meðmæli
Davíð Hallgrímsson (27ára), Bs í Tölvunarfræði og starfar sem sérfræðingur í Viðskiptagreiningu hjá Íslandsbanka
"Námið hefur komið sér virkilega vel í mínu starfi og eru hlutir sem ég lærði á námskeiðinu sem ég notaði strax daginn eftir í vinnunni. Notagildi þeirra hluta sem ég lærði á námskeiðinu fóru fram úr mínum vonum. Ég bjó til verkefni í vinnunni sem notaði:
- poweapp sem skrifar í sharepoint lista
- power automate sem sendir tölvupóst á alla sem eiga að lesa skýrsluna með að það hafi verið bætt í listann og link á powerBi reportið
- azure app fyrir sem auðkennir á ad
- connector til þess að ná göggnum með json og Odata, til þess að ná göggnum úr sharepoint online og yfir á srss power bi þjón (það er ekki hægt að schedule'a refresha á skýja gögn á on-prem með native connectors)
- og svo report sem birtir það sem skrifað var í sharepoint listann með filter á dagsetningu og birtir metrics fyrir þann dag.
- svo ég notaði eginlega alla componentana í power hluta námskeiðisins í eitt verkefni í vinnunni."
Grétar Már Hreggviðsson (46 ára) byggingaverkfræðingur á samgöngusviði VSÓ Ráðgjafar:
"Ég get alveg heils hugar mælt með þessu námskeiði. Fyrir námskeiðið hafði ég fyrst og fremst komið að greiningu gagna með Perl, R og öðrum open-source tólum í Linux heiminum. Hafði því sáralitla reynslu af PowerBI eða Azure lausnum. Það var verulega lærdómsríkt að kynnast þessum tólum og fá innsýn í þennan heim, sem er ansi yfirgripsmikill. Ég stefni tvímælalaust á að taka næsta áfanga námskeiðsins."
Fyrsti hluti:
Grunnám í gagnagreiningu og stjórnendaupplýsingum
Áhersla á gagnainnlestur, gagnagreiningu og stjórnendaupplýsingar (168 kennslustundir).
Inntökuskilyrði: Góð tölvukunnátta.
Á fyrstu önn er áhersla á hagnýta kennslu í grunnþáttum viðskiptagreindar og gagnavísinda. Í því felst að farið verður yfir helstu hugtök, tæki og tól sem notuð eru ásamt því að þáttakendur verða leiddir í gegnum raunhæf verkefni.
Að lokinni fyrstu önninni ættu nemendur því að hafa öðlast haldbæra þekkingu á mismunandi tegundum af gagnalindum, þ.e. gagnagrunnum, gagnalónum o.fl. ásamt því að kunna að sækja, breyta og búa til gögn með notkun SQL fyrirspurnamálsins.
Að auki verður áhersla lögð á að vinna með gögn, auðga þau og setja fram á myndrænan hátt til upplýsinga eða frekari greiningar með Qlik Sense og Power BI.
Sérstök áhersla verður á Power Bi umhverfið þar sem farið verður bæði yfir byrjendanámsefni og framhaldsnámsefni.
Diplóma að loknum 1. hluta: Grunnám í gagnagreiningu og stjórnendaupplýsingum.
Sjá nánar í námslýsingu fyrir neðan.
Annar hluti:
Diplóma í Gagnagreiningu, gagnahögun og framsetningu stjórnendaupplýsinga
Áhersla á gagnahögun, skýjalausnir og forritun (168 kennslustundir).
Þessi hluti námsins (önnur önnin) er kennd á vorönn ár hvert. Gerðar verða undantekningar ef ásókn verður mikil, eða ef ásókn í þennan hluta er undir lágmarksfjölda.
Inntökuskilyrði: Að hafa klárað fyrstu önnina, eða getað sýnt fram á að kunna góð skil á efnisþáttum sem þar eru kenndir.
Þó önnur önnin sé sjálfstæð frá þeirri fyrstu þá hjálpar það að hafa lokið fyrstu önninni áður (amk kunna góð skil á því sem þar er kennt).
Áhersla er lögð á kennslu í forritun með gagnavinnslu í huga. (Ath hér er ekki verið að tala um hugbúnaðarþróun). Að auki verður farið yfir ýmsar skýjaþjónustur og þá öru þróun sem er eiga sér stað þar.
Í lok annar munu nemendur því hafa góðan grunn í þeim forritunarmálum sem hvað mest eru notuð í gagnavinnslu ásamt því að þekkja og kunna að nota fjölmargar skýjaþjónustur.
Sérstök áhersla verður á Microsoft Azure skýjaumhverfið.
Diplóma að loknum 2. hluta: Diplóma í Gagnagreiningu, gagnahögun og framsetningu stjórnendaupplýsinga.
Sjá nánar í námslýsingu fyrir neðan -
ATh: Verður í boði á haustönn 2021.
Þriðji hluti: Fyrir þá sem vilja fara enn lengra
Gervigreind, vef- og skýjaþjónusta og tölfræði.
Þessi önn er líka sjálfstæð.
Þriðja hluti námsbrautarinnar er áætlað að verði kenndur haustið 2021, en ræðst þó af eftirspurn.
Inntökuskilyrði: Að hafa klárað fyrstu tvær annirnar, eða getað sýnt fram á að kunna skil á efnisþáttum sem þar eru kenndir.
Þriðja önnin er fyrir þá sem hafa metnað til þess að fara enn lengra með því að gera flóknari tölfræðigreiningar ásamt því að kynnast fjölbreyttri flóru gervigreindar.
Að þessari önn lokinni munu nemendur þekkja hina fjölmörgu undirflokka gervigreindarinnar og vita hvenær þeir eiga við.
Diplóma að loknum 3. hluta: Diplóma í Gagnagreiningu, gagnahögun með áherslu á gervigreind og skýjaþjónustur.
Sjá nánar námslýsingu fyrir neðan
ATH: Verður í boði á vorönn 2022.
Fyrsti hluti: Námslýsing/efnistök
Grunnám í gagnagreiningu og stjórnendaupplýsingum.
Áhersla á gagnainnlestur, gagnagreiningu og stjórnendaupplýsingar (168 kennslustundir).
- Kynning á náminu, straumar og stefnur (6 stundir)
- Almenn yfirferð og áherslur.
- Power Platform (18 stundir)
- Power Platform Microsoft tekið sérstaklega fyrir
- Power BI, Power Automate og Power Apps
- Samspil við Office365
- Áfangaverkefni (6 stundir)
- Vöruhús gagna (18 stundir)
- Uppbygging og viðhald á vöruhúsi gagna, Víddir og mælieiningar
- Gagnalindir og gagnalestur (36 stundir)
- Gagnalindir (SQL, Skrár, Online, Straumar o.fl)
- Innlestur
- Gagnahreinsun o.fl.
- Power BI og Qlik áhersla
- Gagnamódel (36 stundir)
- Vensl og auðgun gagna
- DAX o.fl.
- Power BI og Qlik áhersla
- Myndræn framsetning gagna (36 stundir)
- Mismunandi framsetningar á gagnamódelum
- Samnýting/deiling
- Mælaborð o.fl.
- Power BI og Qlik áhersla
- Lokaverkefni (12 stundir)
- Lokaverkefni verða sniðin að hverjum og einum nemanda í samráði við leiðbeinendur. Leitast verður eftir því að snerta á sem flestum námsþáttum annarinnar eins og kostur er. Almennt lokaverkefni verður í boði fyrir þá sem kjósa að fá ekki sérsniðið verkefni.
Annar hluti: Námslýsing/efnistök
Diplóma í gagnareiningu, gagnahögun og framsetningu stjórnendaupplýsinga
Áhersla á gagnahögun, skýjalausnir og forritunarmál (168 kennslustundir).
- Powershell og Python forritun (36 stundir)
- Mikilvægi þess að geta forritað eykst stöðugt. Farið verður yfir tvö ólík mál, kosti þeirra og galla, ásamt því að fókusa á hagnýta notkun.
- Skýjalausnir (Azure,AWS,GC) (36 stundir)
- Farið yfir þær skýjaþjónustur sem eru ráðandi í dag.
- Excel - VBA forritun (18 stundir)
- Excel-> Ennþá langvinsælasta gagnagreiningatól í heiminum í dag
- Hvernig fellur Excel inn gagnabyltinguna?
- VBA forritun
- Notkun fjölva (macros)
- DAX framhald (Fyrir Power BI og Excel) (18 stundir)
- Farið yfir stöðluð "mynstur" í DAX og þeim beitt á raunveruleg dæmi
- Lokaverkefni (18 stundir )
- Lokaverkefni verða sniðin að hverjum og einum nemanda í samráði við leiðbeinendur. Leitast verður eftir því að snerta á sem flestum námsþáttum annarinnar eins og kostur er. Almennt lokaverkefni verður í boði fyrir þá sem kjósa að fá ekki sérsniðið verkefni.
Þriðji hluti: Fyrir þá sem vilja fara enn lengra
Gervigreind, vef- og skýjaþjónusta og tölfræði
(168 kennslustundir).
- Samþætting (API) (48 stundir)
- Uppbygging vefþjónusta, farið yfir notkun, mismunandi tegundir (REST, SOAP og GRAPHQL) o.fl.
- Tölfræði (36 stundir)
- Inngangur í tölfræði. Fókus á R
- Gervigreind (54 stundir)
- Farið yfir hina fjölmörgu þætti sem falla undir hatt gervigreindar s.s. Machine Learning, Reinforcement learning, Deep learning o.fl.
- Lokaverkefni (24 stundir )
- Lokaverkefni verða sniðin að hverjum og einum nemanda í samráði við leiðbeinendur. Leitast verður eftir því að snerta á sem flestum námsþáttum annarinnar eins og kostur er. Almennt lokaverkefni verður í boði fyrir þá sem kjósa að fá ekki sérsniðið verkefni.
Kennsla og umsjón
Gagnameistarinn (Gagnavísindabrautin) er unnin í samstarfi við þaulreynda ráðgjafa á BI sviðinu. Kennarar verða meðal annars:
Yfirumsjón með námsbrautinni hefur Bjarki Elías Kristjánsson, ráðgjafi á sviði viðskiptagreindar og rekstrar hjá Intenta, var áður hjá Capacent til 15 ára. Bjarki er tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og UCC Írlandi ásamt því að hafa MBA gráðu frá Copenhagen Business School. Bjarki hefur 15 ára reynslu.
Davíð Hallgrímsson
- Menntun: Tölvunarfræðingur Frá Háskóla Íslands
- Störf: Data Analyst hjá Controlant, starfaði áður sem sérfræðingur í Viðskiptagreiningu hjá Íslandsbanka
- Kennir: Power Automate, Power App og fl.
- Menntun: Margrét Anna er með BSc í viðskiptafræði með tölvunarfræði sem aukagrein frá Háskólanum í Reykjavík.
- Störf: Data Engineer hjá Controlant og hefur verið dæmatímakennari í viðskiptagreind hjá Háskólanum í Reykjavík.
- Kennir: Gagnagreiningu og framsetningu
- Menntun: Margrét er hagfræðingur með M.Sch. í heilsuhagfræði frá Háskóla Íslands.
- Störf: Margrét starfar sem Data Analyst hjá Controlant og starfaði áður sem ráðgjafi á sviði viðskiptagreindar og rekstrar.
- Kennir: Gagnagreiningu og framsetningu
- Menntun: Fjármálaverkfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík
- Störf: Technical Lead hjá Controlant og hefur starfað áður á sviði viðskiptagreindar hjá Advania Ísland og 1912 ehf.
- Kennir: Data Sources, Data Warehouse o.fl.
Fjarnám í boði
NTV skólinn býður upp á sérsniðið fjarnám í þessu námi. Námsefnið, fyrirlestrar og ítarefni er sérstaklega hannað fyrir fjarnemendur. Þeir fá allt efni, fyrirlestra, verkefni og úrlausnir í gegnum nemendaumhverfi skólans á netinu. Fjarnemendur hafa aðgengi að leiðbeinendum í gegnum nemendasvæðið með allar fyrirspurnir. Í upphafi fá fjarnemendur námsdagskrá sem tilgreinir og tímasetur alla námsyfirferð, verkefnaskil, prófadaga og annað sem við á. Öll próf og verkefnaskil eru framkvæmd í gegnum nemendaumhverfið á netinu.
Menntun: Óskar er Fjármálaverkfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík
Störf:
Kennir: Data Sources, Data Warehouse o.fl. |
Kvöldnámskeið
Námskeið hefst: 22.09 2022Námskeiði lýkur: 15.12 2022
Dagar:
Tími: FJARNÁM
Kvöld- og helgarnámskeið
Námskeið hefst: 22.09 2022Námskeiði lýkur: 15.12 2022
Dagar: fimmtudagur
Tími: 17:30-21:30 Fimmtudaga og einstaka þriðjudaga