Gagnameistarinn - Data Science 2.önn

Mjög hagnýtt nám fyrir þá sem vinna með gögn, greiningar og högun í nútíma skýjaumhverfi

Gagnameistarinn - Data Science 2.önn


Lengd námskeiðs

ca 90 áætl. vinnuframlag 5-7 klst/viku kennslustundir

Verð

395.000

Diplóma í Gagnagreiningu, gagnahögun og framsetningu stjórnendaupplýsinga

Áhersla á gagnahögun, skýjalausnir og forritun (140 kennslustundir).

Inntökuskilyrði:  Að hafa klárað fyrstu önnina, eða getað sýnt fram á að kunna góð skil á efnisþáttum sem þar eru kenndir.

Þó önnur önnin sé sjálfstæð frá þeirri fyrstu þá hjálpar það að hafa lokið fyrstu önninni áður (amk kunna góð skil á því sem þar er kennt). 

Áhersla er lögð á kennslu í forritun með gagnavinnslu í huga.  (Ath hér er ekki verið að tala um hugbúnaðarþróun). Að auki verður farið yfir ýmsar skýjaþjónustur og þá öru þróun sem er eiga sér stað þar.

Í lok annar munu nemendur því hafa góðan grunn í þeim forritunarmálum sem hvað mest eru notuð í gagnavinnslu ásamt því að þekkja og kunna að nota fjölmargar skýjaþjónustur.

Sérstök áhersla verður á Microsoft Azure skýjaumhverfið.

Diplóma að loknum 2. hluta: Diplóma í Gagnagreiningu, gagnahögun og framsetningu stjórnendaupplýsinga.

 

Annar hluti: Námslýsing/efnistök

Diplóma í gagnareiningu, gagnahögun og framsetningu stjórnendaupplýsinga

Áhersla á gagnahögun, skýjalausnir og forritunarmál (140 kennslustundir).

  • Powershell og Python forritun (36 stundir)
    • Mikilvægi þess að geta forritað eykst stöðugt.  Farið verður yfir tvö ólík mál, kosti þeirra og galla, ásamt því að fókusa á hagnýta notkun.
  • Skýjalausnir (Azure,AWS,GC) (36 stundir)
    • Farið yfir þær skýjaþjónustur sem eru ráðandi í dag.
  • Excel - VBA forritun  (18 stundir)
    • Excel-> Ennþá langvinsælasta gagnagreiningatól í heiminum í dag
    • Hvernig fellur Excel inn gagnabyltinguna?
    • VBA forritun
    • Notkun fjölva (macros)
  • DAX framhald (Fyrir Power BI og Excel) (18 stundir)
    • Farið yfir stöðluð "mynstur" í DAX og þeim beitt á raunveruleg dæmi
  • Lokaverkefni (18 stundir )
    • Lokaverkefni verða sniðin að hverjum og einum nemanda í samráði við leiðbeinendur.  Leitast verður eftir því að snerta á sem flestum námsþáttum annarinnar eins og kostur er.  Almennt lokaverkefni verður í boði fyrir þá sem kjósa að fá ekki sérsniðið verkefni.

 

Kvöldnámskeið

Námskeið hefst: 8.09 2022
Námskeiði lýkur: 15.12 2022
Dagar: þriðjudagur, fimmtudagur
Tími: 17:30-21:00

Kvöld- og helgarnámskeið

Námskeið hefst: 8.09 2022
Námskeiði lýkur: 15.12 2022
Dagar:
Tími: FJARNÁM




Þetta á BARA við þá sem eru að skrá sig í nám sem styrkt er af FA - Skrifstofuskólann og Sölu- markaðs- og rekstrarnám.



Ef þriðji aðili greiðir fyrir námið þarf að fylla út reitina hér að neðan.
Td. starfsmannasjóri eða yfirmaður (þarf ekki að fylla út nema það eigi við)
Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri?

Svæði

Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn

Fréttabréf

Skráðu þig á póstlista hjá okkur og fáðu fréttir og tilboð sent á netfangið þitt.