Premiere Pro klippiforrit frá Adobe

NTV er viðurkenndur fræðsluaðili af Mennta - og meningarmálaráðuneytinu. Mikið af spennandi námsleiðum í boði á bæði viðskipta- og tæknisviði.

Premiere Pro klippiforrit frá Adobe


Lengd námskeiðs

63 kennslustundir

Verð

157.500

PREMIERE PRO - KLIPPING OG HÖNNUN MYNDBANDA

 

Námskeiðið, hefur það að markmiði, að kenna fólki helstu grundvallaratriði við að klippingu eigin myndbanda í Premiere Pro frá Adobe. Þátttakendur verða látnir takast á við kerfjandi verkefni undir leiðsögn þaulreynds fagmanns. 

Klárlega stórskemmtilegt og gagnlegt námskeið fyrir áhugasama. Adobe Premiere Pro forritið er frábært verkfæri til að klippa og hanna myndbönd. Námskeið er tilvalið fyrir þá sem vilja stíga fyrstu skrefin í að útbúa eigin myndbönd og stuttmyndir. Nemendur fá jafnframt innsýn inn í starfsvið klipparans og kynnast aðstæðum sem þeir þurfa að leysa tengt starfinu. Lögð er áhersla á verklegar æfingar, nemendur klippa m.a. senur úr stuttmyndum (sbr. heimildarmyndum/stiklum/tónlistarmyndböndum).

1. & 2. hluti:

  • Atriði sem ma verður farið yfir eru:
  • Starfsviði klippara og stöðum tengdum starfinu
  • Kynning á Premiere Pro og helstu stillingum og tólum
  • Mikilvæg hugtök varðandi myndefni (forrmat, codecs, aspect, convert, proxy, 2k, 4k o.fl.) 
  • Adobe brige kynnt fyrir nemendum
  • Hlaða upp á efni inn og undirbúa fyrir klipp
  • Farið í gegnum klippiverkefni á senu úr stuttmynd (import, logg, flokk, synck, grófklipp, fínklipp)

3  hluti:

  • Gestakennari:  Gísli Torfasson.
  • Nemednur fá grunnkennslu í að klippa hljóð og hljóðvinna í Premiere Pro.
  • Verkefni: nemendur hljóðvinna senu frá tíma 2. 

4. hluti:

  • Nemendur læra á premire workspace (Color, Effects, Titels....)
  • Verkefni: nemendur klára að eftirvinna senur.

5. hluti:  

  • Premire (Export stillingar; Media encoder kynnt, Codecar fyrir ýmsa miðla ...) 
  • Verkefni kynnt síðar.

6.-8. hluti:

  • Fyrirlestur - online editor sirka 2 tímar
  • Verkefni: (a) Nemendur klippa senu út heimilarmynd (b) Nemendur klára að vinna senur

9.-10. hluti:

  • Nemendur klippa sitt eigið myndefni eða fá efni hjá kennara ( nánari upplýsingar síðar)

Um kennara:

Ágùsta Margrėt er þaulreyndur klippari sem hefur unnið fyrir öll helstu framleiđslufyrirtæki landsins seinustu 12 ár og unnið ýmis verđlaun á íslandi og erlendis, síðast Edduna fyrir bestu heimildarmynd. Ágústa hefur einnig kennt í kvikmyndaskóla Íslands í 10 ár

 

 

Kvöldnámskeið

Námskeið hefst: 28.09 2022
Námskeiði lýkur: 7.11 2022
Dagar: mánudagur, miðvikudagur
Tími: 17:30 - 21:30




Þetta á BARA við þá sem eru að skrá sig í nám sem styrkt er af FA - Skrifstofuskólann og Sölu- markaðs- og rekstrarnám.



Ef þriðji aðili greiðir fyrir námið þarf að fylla út reitina hér að neðan.
Td. starfsmannasjóri eða yfirmaður (þarf ekki að fylla út nema það eigi við)
Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri?

Svæði

Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn

Fréttabréf

Skráðu þig á póstlista hjá okkur og fáðu fréttir og tilboð sent á netfangið þitt.