Vefsíðugerð í WordPress - frá grunni að fullbúnum vef

Lærir að setja upp WordPress síðu frá grunni og öðlast þekkingu til að viðhalda, breyta og bæta vefsíðu eftir þörfum.

Vefsíðugerð í WordPress - frá grunni að fullbúnum vef


Lengd námskeiðs

50 bæði staðar- og fjarnám í boði kennslustundir

Verð

125.000

Almennt um námskeiðið

Bæði í boði í staðarnámi og í fjarnámi.

Námskeiðin eru byggð þannig upp að þátttakendur þurfa ekki að hafa mikinn grunn eða kunnáttu í vefsíðugerð en gott tölvulæsi er mjög mikilvægt. Námskeiðin eru mjög verkefnamiðuð og nemendur læra frá fyrsta degi að setja upp vefsíðu.

Þátttakendur byrja á að læra helstu grunnatriði í WordPress til að gera þeim kleift að hanna vefsíðu á eigin vefsvæði (opið svæði).  Síðan vinna þátttakendur að þróun vefsíðunnar í gegnum skipulagt ferli, allt frá markmiðasetningu og hönnun yfir í efnisgerð, uppsetningu og ítrun.

Fjarnám í boði

Námskeiðið er klárlega krefjandi í fjarnámi, en frábær kostur fyrir þá sem vilja hafa meiri sveigjanleika með vinnuframlag og þá sem búa í fjarlægð frá skólanum.  Mjög margir hafa verið ánægðir með þetta fjarnám(stendur yfir í 4 vikur/lotur).  Námið er mjög verkefnamiðað með góðum stuðningi en nemendur hafa frjálst val með hvenær þeir sinna náminu, en þó er krafa um að þeir ljúki ákveðnu námsefni fyrir lok hverrar lotu.  Nemendur fá allt ítarlegt námsefni, fyrirlestra, verkefni og úrlausnir í gegnum nemendaumhverfi skólans sem er aðgengilegt hvar og hvenær sem er á netinu. Jafnframt fá nemendur aðgengi að upptökum úr kennslutímum sem aukaefni, þegar það á við, og gefst nemendum kostur á að horfa á það hvar og hvenær sem er. Skipulögð samskipti kennara/umsjónarmanns við fjarnemendur fara fram rafrænt og í síma óski nemendur þess.  Í upphafi fá fjarnemendur námsdagskrá sem tilgreinir og tímasetur alla námsyfirferð, verkefnaskil, prófadaga og annað sem við á. Öll próf eru framkvæmd í gegnum nemendaumhverfi NTV á netinu.

 

Efnisyfirferð og verkefnaáherslur

Til að lýsa áherslum, efnisatriðum og verkefnum fá upphafi til enda, þá má skipta námskeiðinu upp í 3 lotur

Fyrsti hluti:

  • Geta loggað sig inn í einfalt vefumsjónarkerfi líkt og Plesk og sett Wordpress
  • Hliðarstikur, síðuhlutar og valmyndir (en. sidebars, widgets, menus)
  • Hvernig við notum flokka og tög til að skipuleggja pósta.
  • Þemur. Hvernig við setjum upp þemur sem við kaupum. Hvað þarf að hafa í huga þegar þema er keypt ofl.
  • Viðbætur (Plugins) Kynning á viðbótum og hvernig við leitum að, veljum og setjum upp viðbætur til að auka eiginleika Wordpress síðunnar.
  • Kynnum okkur vinsælar þemur og viðbætur, hvar þau er hægt að fá og hvað þarf að hafa í huga.
  • Búa til slide show með plugin.
  • Slide show viðbætur. Búa til slide show.
  • Viðhaldshamur. Geta sett upp síðuna í viðhaldsham tímabundið meðan unnið er í síðunni.
  • Kynning á fríum myndabönkum.
  • Kynning á mismunandi ritlum sem hægt er að nota í stað Gutenberg (innbyggða WP ritlinum) Skoðum Elementor og WP Bakery visual composer

Verkefni:

  • Setja upp einfalda síðu með: Forsíðu, Um okkur, Hafa samband, Fréttir
  • með innihaldi. Leitast við að hafa síðuna einfalda og snyrtilega, réttum valmyndum, gagnlegum hliðarstikum, og fæti.
  • Efni síðunnar er frjálst.

Annar hluti:

  • Kynning á helstu öryggiskerfum og gagnsemi þeirra.
  • Þekkja SSL og mikilvægi https. Geta sett það upp á vefsíðu.
  • Aðgangsstýringar notanda
  • Uppfærslur
  • Tungumálaviðbætur
  • Fréttabréfakerfi
  • Form

Verkefni:

  • Setja upp SSL skírteini fyrir síðuna.
  • Setja upp öryggiskerfi og stilla það rétt. Auka: Breyta default innskráningarslóð
  • Setja upp fyrirspurnarform á "hafa samband" síðuna
  • Þýða fréttir og allar síður úr fyrsta skilaverkefni og bjóða upp á tvö tungumál á síðunni.
  • Wp, theme og plugins skulu öll að fullu uppfærð.
  • Aukaverkefni: Setja upp reit til að skrá sig sjálfkrafa á póstlista.
  • Aukaverkefni: Setja upp nýjan notanda með breyttum notendaréttindum með "custom roles editor" plugin.

Þriðji hluti:

  • Leitarvélabestun (SEO) - Kynning á ytri og innri bestun. Grunn uppsetning. Skráning á XML veftré hjá Google search console.
  • Greiningartól - Google analytics uppsetning og grunn yfirferð á virkni. Tenging við Wordpress síðu.
  • Hraðabestun - Cache plugin og stillingar hjá hýsingaraðila, image optimization og prófanir með Google Page speed
  • Tenging við samfélagsmiðla

Verkefni:

  • Setja upp SEO plugin og grunn stilla síður, fréttir ofl samkvæmt best practices.
  • Tengja XML veftré við Google Search console
  • Setja upp Google Analytics fyrir síðuna, tengja það við síðuna og við Google Search Console
  • Setja síðuna upp þannig að notað séu réttar myndastærðir, þær hafi verið "image optimized" og búið sé að setja upp Cache plugin.
  • Skora minnst 80 á bæði mobile og desktop í Google Page speed.
  • Aukaverkefni. Tengja síðu svo hún pósti sjálfkrafa nýjum fréttum á samfélagsmiðla.

 

Athugið þó að nemendur geta ekki unnið að öðru vefsvæði (sbr. eigin vef), en því sem kennarinn leggur til. Námskeiðið byggir á mikilli verklegri vinnu í nánu samstarfi við kennara.

Kvöldnámskeið

Námskeið hefst: 9.03 2022
Námskeiði lýkur: 30.03 2022
Dagar: mánudagur, þriðjudagur, fimmtudagur, laugardagur
Tími: 17:30 - 21:30 og 09:00-13:00 á laugardögum

Kvöld- og helgarnámskeið

Námskeið hefst: 9.03 2022
Námskeiði lýkur: 30.03 2022
Dagar:
Tími: FJARNÁM




Þetta á BARA við þá sem eru að skrá sig í nám sem styrkt er af FA - Skrifstofuskólann og Sölu- markaðs- og rekstrarnám.



Ef þriðji aðili greiðir fyrir námið þarf að fylla út reitina hér að neðan.
Td. starfsmannasjóri eða yfirmaður (þarf ekki að fylla út nema það eigi við)
Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri?

Svæði

Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn

Fréttabréf

Skráðu þig á póstlista hjá okkur og fáðu fréttir og tilboð sent á netfangið þitt.