Flýtilyklar
CCNP Service Provider
Lengd námskeiðs
151 kennslustundirVerð
890.000 kr.Almennt um námið
CCNP Service Provider gráðan er talin ein virtasta og jafnframt ein erfiðasta frá Cisco sem skiptist í fjögur próf SPROUTE (642-883), SPADVROUTE (642-885), SPCORE (642-887) og SPEDGE (642-889). Þetta er eðlilegt framhald við CCNP Routing & Switching fyrir þá sem ætla sér að ná lengra í að vinna við mpls, service provider og hosting umhverfi.
Námskeiðið mun ekki covera CCNP SP „blueprint“ alveg 100% því við förum aðeins inn á CCIE SP blueprint ásamt því að skoða cross-vendor, automation og dc interconnect. Nemendur þurfa sjálfir að brúa bilið fyrir SP skriflegu prófin en kennari áætlar að við séum að covera um 70% af SP blueprint. Megin áherslan er practical experience með að vinna verkefni og lágmarka tíma í glærur og fyrirlestra.
Nemendur kynnast IOS-XE og IOS-XR MPLS umhverfi með MP-BGP, RD/RT-schema/RT-filtering, LSP/Segment Routing, Route Reflectors, Inter-AS options, Carrier Supporting Carrier(CsC), VPLS/AToM og fullt af fleiri skammstöfunum en skímum aðeins eða skippum alveg hluti eins og NSF/NFR/ATM/SONET/SDH/DWDM.
Kennari námskeiðsins er Áki Hermann Barkarson, hann er með 18 ára reynslu sem sérfræðingur í netkerfum og vinnur hjá Advania (áður EJS/Skyrr) í eitt stærsta MPLS hosting netkerfi landsins. Áki er með fjölda Cisco-gráða, svo sem CCNA, CCDA, CCNP, CCDP, CCIP og CCIE.
NTV skólinn er eini skólinn á Íslandi sem er bæði vottaður af Microsoft og Cisco. Skólinn er bæði Microsoft Silver Partner ásamt því að vera viðurkenndur sem Cisco Academy. Hjá skólanum kenna sérfræðingar sem á sama tíma eru að starfa á fullu í framsæknum íslenskum fyrirtækjum og er því öll þekking, kennsla og verkefni í miklum tengslum við það sem er að gerast í atvinnulífinu á hverjum tíma.
Námsefnið er sérsmíðað af kennara og mun taka breytingum eftir feedback frá nemendum.
Inntökuskilyrði
CCNP R&S gráða eða sambærileg þekking/reynsla úr starfi er skilyrði ásamt góð tök á ensku. Gott er að hafa almenna linux/scripting þekkingu en ekki krafa.
Kvöld- og helgarnámskeið
Námskeið hefst: 15.10 2020Námskeiði lýkur: 14.01 2021
Dagar: mánudagur, miðvikudagur
Tími: Kennt jafnframt helgardagana 16., 30., 31. mars, 13., 27.,28. apríl, 4. og 11. maí.