Kerfisstjóri diplómanám/ Braut - 2 annir

Þetta er nám fyrir þá sem vilja hasla sér völl sem kerfisstjórar hjá fyrirtækjum og stofnunum. Nemendur öðlast víðtækan skilning á uppsetningu netkerfa,

Kerfisstjóri diplómanám/ Braut - 2 annir


Lengd námskeiðs

426 kennslustundir

Verð

1.115.000 kr

FJARNÁM Í BOÐI

Vandað sérhannað fjarnám er í boði í þessu námi - sjá neðar á síðunni.

ALMENNT UM KERFISSTJÓRANÁMIÐ

Þetta tveggja anna nám kynnir nemendur fyrir flestum þeim kjarnaverkefnum sem kerfisstjórar þurfa að takast á við í starfi sínu. Kerfisstjóri Diplomanám er ætlað þeim sem hafa áhuga á að starfa við kerfisstjórn og geta stjórnað netþjónum ásamt því að geta sinnt notandaþjónustu. Nemendur læra að vinna með Window 10 útstöðvar ásamt microsoft 365, unnið með netþjóna (Windows Server) á staðarneti og í skýjaumhverfi. Nemendur læra að skilja og vinna með netkerfi.

Kerfisstjóri Diplomanám er ein elsta námsbraut skólans. Brautin er verkefnamiðuð og er mikil áhersla á hagnýta verkefnavinnu. Brautinni lýkur með yfirgripsmiklu lokaverkefni.

Hjá skólanum kenna sérfræðingar sem á sama tíma eru að starfa á fullu í framsæknum íslenskum fyrirtækjum og er því öll þekking, kennsla og verkefni í miklum tengslum við það sem er að gerast í atvinnulífinu á hverjum tíma. Allt kennsluefni er frá Microsoft og Cisco.

FJARNÁM

NTV skólinn býður upp á vandað fjarnám með góðum stuðningi. Nemendur fá allt ítarlegt námsefni, fyrirlestra, verkefni og úrlausnir í gegnum nemendaumhverfi skólans sem er aðgengilegt hvar og hvenær sem er á netinu. Jafnframt fá nemendur aðgengi að upptökum úr kennslutímum sem aukaefni, þegar það á við, og gefst nemendum kostur á að horfa á það hvar og hvenær sem er. Fjarnemendur hafa aðgengi að leiðbeinanda í gegnum nemendasvæðið með allar fyrirspurnir.  Skipulögð samskipti kennara/umsjónarmanns við fjarnemendur fara fram rafrænt og í síma óski nemendur þess.  Í upphafi fá fjarnemendur námsdagskrá sem tilgreinir og tímasetur alla námsyfirferð, verkefnaskil, prófadaga og annað sem við á. Öll próf eru framkvæmd í gegnum nemendaumhverfi NTV á netinu. Öllum nemendum í fjarnámi býðst að koma í valda tíma í staðnáminu ef þeir óska eftir því svo fremi sem það eru laus sæti.

Morgunnám

Morgunnám er í boði á fyrstu önninni ef næg eftirspurn er.  Flestir kjósa kvöldnám eða fjarnám.  Þeir sem kjósa morgunnám og ætla að klára brautina verða að færa sig á seinni önninni yfir í kvöld eða fjarnám. 

 

Fyrir hverja         

Námsbrautin hentar þeim sem hafa almenna tölvufærni og áhuga á að starfa við notendaþjónustu og stýringu á litlum eða meðalstórum tölvukerfum. Námið gerir talsverðar kröfur til nemenda og þurfa nemendur að vera tilbúnir að leggja sig fram í náminu til að ná góðum árangri.

Markmið                                

Nemendur sem ljúka námsbrautinni og standa sig með prýði eru færir um að starfa á tölvuverkstæðum, við notandaþjónustu og við kerfisstýringu. Nemendur hafa þekkingu til að afla sér frekari þekkingar í faginu.

Eftir námskeiðið eiga nemendur að:

•                Hafa þekkingu og skilning á vélbúnaði tölva.

•                Geta greint bilanir í tölvu og skipt um bilaða íhluti.

•                Kunna að sýsla með Windows stýrikerfi, þ.m.t. skilja hvernig hægt er að stýra aðgangi notanda að skrám.

•                Geta þjónustað notendur í Active Directory umhverfi, þ.m.t. stofnað notendur, endursett lykilorð og set notendur í notandahópa.

•                Þekkja helstu öryggishættur og vita hvernig á að verjast þeim.

•                Hafa góða þekkingu á hvernig algengustu netkerfi virka og geta leyst úr einföldum vandamálum tengdum þeim.

•                Gera sér grein fyrir mikilvægi góðrar skjölunar, hafa skilning á mikilvægi vel skrifaðra verkbeiðna og geta teiknað upp ýmsar tegundir tölvukerfa.

•                Geta sett upp og stjórnað Microsoft 365 skýjaumhverfi.

•                Geta sett upp og stjórnað Microsoft Azure skýjaumhverfi.

•                Hafa yfirgripsmikla þekkingu á hinum ýmsu Windows Server þjónustum, nemendur geta sett upp og stillt þjónusturnar eftir þörfum.

•                Hafa hlotið þjálfun, með lokaverkefni, til að skipuleggja tölvukerfi.     

    

Greiðslumöguleikar

Sjá nánari upplýsingar hér: http://www.ntv.is/is/um-ntv/greidsla-namskeidsgjalda

Inntökuskilyrði

Nemendur þurfa að kunna góð skil á notendaumhverfi Windows-stýrikerfisins og geta lesið ensku þar sem stór hluti námsefnis er á ensku. Reynsla af rekstri tölvukerfa er ekki nauðsynleg.

Advania-styrkur í boði fyrir 1-3 konur

Í samstarfi við Advania er sérstakt átak í gangi núna til að vekja athygli kvenna á kerfisstjórnun. Mikil eftirspurn er eftir menntuðum kerfisstjórum í atvinnulífinu en hingað til hafa karlar verið í miklum meirihluta þeirra sem sinna starfinu.  Stefnt er að 1-3 konur getir fengið Advania-styrkinn fyrir allt að 50% af námskeiðsgjöldum.  Áhugasamir einstaklingar eru beðnir um að skrifa um það bil 300-400 orða greinargerð með námsumsókninni um hvers vegna það hafi áhuga á náminu og lýsingu á því hvers vegna það ætti að fá styrkinn. Nauðsynlegt er að taka fram neðst í umsókninni á skráningasíðunni (sem er hér) að sótt sé um Advania-styrkinn undir liðnum Athugasemdir.  Greinagerðina skal senda á skoli@ntv.is.

Fyrirtæki leita mikið til NTV eftir starfsfólki.

Við viljum benda á að fyrirtæki, stór og smá, leita í auknum mæli eftir starfsfólki úr nemendahópi NTV. Við mælum að sjálfsögðu með okkar góðu nemendum.

Námsþættir

Námsbrautin er samsett úr námskeiðunum:

 Til að skoða hvað hvert þessara námskeiða felur í sér má skoða síðu hvers þeirra.

Nemendur á þessari braut fara auk þess í sérstakt Linux námskeið sem er aðeins fyrir nemendur á Kerfisstjóra diplóma og Kerfis- og Netstjóra diplóma brautum. Auk þess taka nemendur á brautinni þátt í viðamiklu lokaverkefni, sem tekur saman efni brautarinnar og er aðeins fyrir nemendur Kerfisstjóra diplóma og Kerfis- og netstjóra diplóma brautanna. 


Morgunnámskeið

Námskeið hefst: 7.09 2022
Námskeiði lýkur: 18.05 2023
Dagar: mánudagur, miðvikudagur, föstudagur
Tími: 09:00-13:00 / ATH seinni önnin er alltaf kvöld eða fjarnám

Kvöld- og helgarnámskeið

Námskeið hefst: 6.09 2022
Námskeiði lýkur: 18.05 2023
Dagar: þriðjudagur, fimmtudagur
Tími: 18:00-22:00 og annan hvern laugardag 09:00-13:00

Kvöld- og helgarnámskeið

Námskeið hefst: 6.09 2022
Námskeiði lýkur: 18.05 2023
Dagar:
Tími: FJARNÁM




Þetta á BARA við þá sem eru að skrá sig í nám sem styrkt er af FA - Skrifstofuskólann og Sölu- markaðs- og rekstrarnám.



Ef þriðji aðili greiðir fyrir námið þarf að fylla út reitina hér að neðan.
Td. starfsmannasjóri eða yfirmaður (þarf ekki að fylla út nema það eigi við)
Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri?

Svæði

Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn

Fréttabréf

Skráðu þig á póstlista hjá okkur og fáðu fréttir og tilboð sent á netfangið þitt.