Netstjórnun

Þetta er nám fyrir þá sem vilja hasla sér völl sem kerfisstjórar hjá fyrirtækjum og stofnunum. Nemendur öðlast víðtækan skilning á uppsetningu netkerfa,

Netstjórnun


Lengd námskeiðs

170 kennslustundir

Verð

632.500 kr

Fjarnám í boði

Vandað sérhannað fjarnám er í boði í þessu námi - sjá neðar á síðunni.

Almennt um námið                     

Námsbrautin er samsett úr námskeiðunum Grunnur að Netkerfum og Cisco CCNA Routing & Switching.

Þessi námsbraut er hugsuð fyrir þá sem hafa áhuga á að vinna með netkerfi, þar á meðal í stærri fyrirtækjum. Nemendur fræðast um, og vinna með, ýmsan netbúnað og læra um algengustu netstaðla en fá einnig ítarlega kennslu um notkun Cisco netbúnaðar en það er algengasti netbúnaður stærri fyrirtækja og Internetþjónustuaðila. Í dag eru netstjórar sérstaklega eftirsóttir á vinnumarkaði.

Nemendur sem hafa mjög lítinn bakgrunn í tölvum ættu að íhuga að fara á námskeiðið Tölvuviðgerðir fyrst. Ekki nauðsynlegt að nemendur hafi mikla þekkingu á stýrikerfum eða kerfisstjórnun þótt það sé kostur. 

Eftir námskeiðið eiga nemendur að:

•                Þekkja helstu öryggishættur og vita hvernig á að verjast þeim.

•                Hafa góða þekkingu á hvernig algengustu netkerfi virka og geta leyst úr

                  einföldum vandamálum tengdum þeim.

•                Kunna að sýsla með Cisco netbúnað og hafa góðan skilning á almennri virkni netbúnaðar,

                  t.d. hvernig leiðum netpakka er stjórnað.

•                Geta teiknað upp ýmsar tegundir netkerfa.

NTV skólinn er eini skólinn á Íslandi sem er bæði vottaður af Microsoft og Cisco. Skólinn er bæði Microsoft Silver Partner ásamt því að vera viðurkenndur sem Cisco Academy. Hjá skólanum kenna sérfræðingar sem á sama tíma eru að starfa á fullu í framsæknum íslenskum fyrirtækjum og er því öll þekking, kennsla og verkefni í miklum tengslum við það sem er að gerast í atvinnulífinu á hverjum tíma. Allt kennsluefni er frá Microsoft og Cisco.

Fjarnám

NTV skólinn býður upp á vandað fjarnám með góðum stuðningi. Nemendur fá allt ítarlegt námsefni, fyrirlestra, verkefni og úrlausnir í gegnum nemendaumhverfi skólans sem er aðgengilegt hvar og hvenær sem er á netinu. Jafnframt fá nemendur aðgengi að upptökum úr kennslutímum sem aukaefni, þegar það á við, og gefst nemendum kostur á að horfa á það hvar og hvenær sem er. Fjarnemendur hafa aðgengi að leiðbeinanda í gegnum nemendasvæðið með allar fyrirspurnir.  Skipulögð samskipti kennara/umsjónarmanns við fjarnemendur fara fram rafrænt og í síma óski nemendur þess.  Í upphafi fá fjarnemendur námsdagskrá sem tilgreinir og tímasetur alla námsyfirferð, verkefnaskil, prófadaga og annað sem við á. Öll próf eru framkvæmd í gegnum nemendaumhverfi NTV á netinu. Öllum nemendum í fjarnámi býðst að koma í valda tíma í staðnáminu ef þeir óska eftir því svo fremi sem það eru laus sæti.

 

MORGUNNÁM

Morgunnám er í boði á fyrstu önninni ef næg eftirspurn er.  Flestir kjósa kvöldnám eða fjarnám.  Þeir sem kjósa morgunnám og ætla að klára brautina verða að færa sig á seinni önninni yfir í kvöld eða fjarnám. 

 

Greiðslumöguleikar

Sjá nánari upplýsingar hér: http://www.ntv.is/is/um-ntv/greidsla-namskeidsgjalda

Fyrirtæki leita mikið til NTV eftir starfsfólki

Við viljum benda á að fyrirtæki, stór og smá, leita í auknum mæli eftir starfsfólki úr nemendahópi NTV. Við mælum að sjálfsögðu með okkar góðu nemendum.

Námsþættir

Námsbrautin er samsett úr námskeiðunum:

•                Grunnur að Netkerfum

•                Cisco CCNA Routing and Switching

Til að skoða hvað hvert þessara námskeiða felur í sér má skoða síðu hvers þeirra.

Kvöldnámskeið

Námskeið hefst: 1.03 2022
Námskeiði lýkur: 23.11 2022
Dagar: þriðjudagur, fimmtudagur, laugardagur
Tími: 18:00-22:00 og 9:00-13:00 á laugard. (námslok er gróf áætlun).

Kvöld- og helgarnámskeið

Námskeið hefst: 1.03 2022
Námskeiði lýkur: 23.11 2022
Dagar:
Tími: FJARNÁM




Þetta á BARA við þá sem eru að skrá sig í nám sem styrkt er af FA - Skrifstofuskólann og Sölu- markaðs- og rekstrarnám.



Ef þriðji aðili greiðir fyrir námið þarf að fylla út reitina hér að neðan.
Td. starfsmannasjóri eða yfirmaður (þarf ekki að fylla út nema það eigi við)
Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri?

Svæði

Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn

Fréttabréf

Skráðu þig á póstlista hjá okkur og fáðu fréttir og tilboð sent á netfangið þitt.