Tölvuviðgerðir

Þetta vinsæla námskeið er fyrir þá sem vilja starfa við tölvuviðgerðir eða fá góðan grunn til frekara náms í kerfisstjórnun.

Tölvuviðgerðir


Lengd námskeiðs

48 kennslustundir

Verð

135.000 kr.

FJARNÁM Í BOÐI

Vandað sérhannað fjarnám er í boði í þessu námi - sjá neðar á síðunni.

ALMENNT UM TÖLVUVIÐGERÐIR

Þetta vinsæla námskeið er fyrir þá sem vilja starfa við tölvuviðgerðir eða fá góðan grunn til frekara náms í kerfisstjórnun.  Námskeiðið er fyrsti hlutinn í kerfisstjórnunarnámi í skólanum og því skynsamleg byrjun fyrir þá sem eru ekki alveg vissir um hvort kerfisstjórnun höfði til þeirra.

Námskeiðið er verklegur undirbúningur fyrir þann hluta CompTIA A+ gráðunnar sem snýr að að vélbúnaði. Eftir námskeiðið eiga nemendur að geta uppfært, bilanagreint og gert við tölvubúnað. Nemendur eiga einnig að vera færir um að verða sér úti um frekari þekkingu upp á eigin spýtur.

Athugið að fyrir þá sem vilja halda áfram námi og skrá sig á braut, þá gengur 75% af námskeiðagjaldinu upp í námsgeiðsgjöldin á brautinni.  Það gildir í 12 mánuði.  Þeir sem eru í tölvuviðgerðum hafa ekki forgang í kerfisstjóranámið umfram þá sem bóka sig í allt námið í byrjun, þ.e. ef það er ekki laust sæti (uppselt).

Námið byggir annars vegar á fræðilegri kennslu í formi heimalesturs og fyrirlestra en mikil áhersla er lögð á verkefni m.a. verklegar æfingar þar sem unnið er með alvöru tölvubúnað. Nemendum eru kennd rétt og vönduð vinnubrögð. Meðal verkefna er að taka tölvur og fartölvur í sundur og rannsaka innihaldi þeirra. Verklegar æfingar fara fram á sérútbúnu tölvuverkstæði. Þar er einnig ýmiskonar tölvubúnaður sem nemendur geta skoðað og fengið fræðslu um.

Hjá skólanum kenna sérfræðingar sem á sama tíma eru að starfa á fullu í framsæknum íslenskum fyrirtækjum og er því öll þekking, kennsla og verkefni í miklum tengslum við það sem er að gerast í atvinnulífinu hverju sinni. 

FJARNÁM

NTV skólinn býður upp á vandað fjarnám með góðum stuðningi. Nemendur fá allt ítarlegt námsefni, fyrirlestra, verkefni og úrlausnir í gegnum nemendaumhverfi skólans sem er aðgengilegt hvar og hvenær sem er á netinu. Jafnframt fá nemendur aðgengi að upptökum úr kennslutímum sem aukaefni, þegar það á við, og gefst nemendum kostur á að horfa á það hvar og hvenær sem er. Fjarnemendur hafa aðgengi að leiðbeinanda í gegnum nemendasvæðið með allar fyrirspurnir.  Skipulögð samskipti kennara/umsjónarmanns við fjarnemendur fara fram rafrænt og í síma óski nemendur þess.  Í upphafi fá fjarnemendur námsdagskrá sem tilgreinir og tímasetur alla námsyfirferð, verkefnaskil, prófadaga og annað sem við á. Öll próf eru framkvæmd í gegnum nemendaumhverfi NTV á netinu. Öllum nemendum í fjarnámi býðst að koma í valda tíma í staðnáminu ef þeir óska eftir því svo fremi sem það eru laus sæti.

Markmið                                

Markmiðið er að nemendur geti sýslað með tölvuvélbúnað, fundið orsakir bilanir, skipt um bilaða hluti og uppfært tölvubúnað. Nemendur gera sér líka grein fyrir mismunandi þörfum notenda og geta ráðlagt um vélbúnað fyrir mismunandi aðstæður.

Nemendur sem ljúka námskeiðinu og standa sig með prýði eru færir um að starfa á tölvuverkstæðum. Nemendur eiga að geta aflað sér frekari þekkingar í faginu upp á eigin spýtur.

Eftir námskeiðið eiga nemendur að:

•                Hafa þekkingu og skilning á vélbúnaði tölva.

•                Þekkt mismunandi tölvuíhluti og tilgang þeirra.

•                Geta gert við bilaðar tölvur og skipt um bilaða íhluti.

•                Geta ráðlagt um val á vélbúnaði fyrir mismunandi aðstæður

                  og gera sér grein fyrir mismunandi þörfum notenda.

•                Hafa skilning á mikilvægi vel skrifaðra verkbeiðna.

•                Þekkja samsetningu hefðbundinna borðtölva og fartölva.

Kennsluaðferðir

Í hverjum kennslutíma er fyrirlestur ásamt skriflegum æfingum. Mikill metnaður er lagður upp úr verklegum æfingum með alvöru tölvuvélbúnaði. Munu nemendur m.a. taka í sundur tölvur og skoða innviði þeirra.

Heimalærdómur              

Gert er ráð fyrir að nemendur lesi kennslubók sem skólinn útvegar. Um er að ræða mjög vandað námsefni frá TotalSem, skrifað af hinum virta Mike Meyers. Einnig eru nemendur hvattir til að skoða tölvuvélbúnað t.d. heima hjá sér og í tölvuverslunum.


Fyrir hverja

Alla sem hafa áhuga á tölvum og langar að skilja virkni búnaðarins betur. Auk þess hentar námskeiðið vel þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í faginu og hafa áhuga á að vinna á tölvuverkstæðum eða verða kerfisstjórar.


Námsbrautir

 

Námskeiðið er hluti af eftirfarandi námsbrautum:

•                Grunnur í Kerfistjórnun

•                Kerfisstjóri diplómanám

•                Kerfis- og netstjóri diplómanám


Inntökuskilyrði

Nemendur þurfa að hafa góða almenna tölvufærni.

Greiðslumöguleikar

Sjá nánari upplýsingar hér: http://www.ntv.is/is/um-ntv/greidsla-namskeidsgjalda

Fyrirtæki leita mikið til NTV eftir starfsfólki

Við viljum benda á að fyrirtæki, stór og smá, leita í auknum mæli eftir starfsfólki úr nemendahópi NTV. Við mælum að sjálfsögðu með okkar góðu nemendum.

  • Samsetning tölvubúnaðar.
  • Nemendur fá þjálfun í því hvaða búnaður hentar við hvaða aðstæður.
  • Virkni vélbúnaðar, til dæmis móðurborða, örgjörva, aflgjafa, harðra diska, skjákorta og fleira.
  • Bilanagreining vélbúnaðar og lausn vandamála.
  • BIOS, CMOS og reklar.
  • Jaðartæki, svo sem skjáir og prentarar.
  • Hugbúnaður og vefsíður sem gott er að þekkja.
  • Vönduð vinnubrögð og samskipti við notendur.
  • Verkbeiðnir, ferlar og skjölun.

Listinn er ekki tæmandi heldur gefur hugmynd um helstu atriði sem fjallað er um.

 

 

Kvöld- og helgarnámskeið

Námskeið hefst: 6.09 2022
Námskeiði lýkur: 24.09 2022
Dagar: þriðjudagur, fimmtudagur, laugardagur
Tími: 17:30 - 21:00 og 9:00 -12:30 á laug.




Þetta á BARA við þá sem eru að skrá sig í nám sem styrkt er af FA - Skrifstofuskólann og Sölu- markaðs- og rekstrarnám.



Ef þriðji aðili greiðir fyrir námið þarf að fylla út reitina hér að neðan.
Td. starfsmannasjóri eða yfirmaður (þarf ekki að fylla út nema það eigi við)
Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri?

Svæði

Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn

Fréttabréf

Skráðu þig á póstlista hjá okkur og fáðu fréttir og tilboð sent á netfangið þitt.