Flýtilyklar
Animation Hreyfimyndbönd - After Effects
Lengd námskeiðs
14 kennslustundirVerð
87.500Animation myndbönd unnin í After Effects
Lærðu að hanna animation myndband í After effect frá Adobe.
Auktu vægi þinna skilaboða á samfélagsmiðlum með því að skapa animation sem grípur augað. Best heppnuðu samfélagsmiðlasíðurnar og herferðir byggja oftar en ekki á animation myndbandi þar sem aðaláherslan eru skýr skilaboð byggðar á sterkum hönnunargrunni.
Bæði í staðarnámi og fjarnámi. Í staðarnámi þá lærir þú á tölvu með uppsett After Effects. í fjarnámi þá þarf þátttakandi að hafa aðgang að After Effects frá Adobe.
Hvaða færni á þátttakandi af hafa náð að loknu námskeiði:
Á námskeiðinu verður farið í grunnatriði í gerð hreyfimynda. Markmiðið er að þáttakendur geti skapað sína eigin hreyfimynd sem ætluð er til dreifingar á samfélagsmiðlum. Þetta er tilvalið fyrir þá sem vilja stíga sín fyrstu skref í gerð hreyfimynda sem fanga athyglina og kemur upplýsingunum á tilætlaðan markhóp.
Hagnýtt og verkefnamiðað.
Á námskeiðinu verða stuttar, einfaldar æfingar til að ná tökum á After Effects forritinu. Í gegnum námskeiðið munu nemendur vinna eitt lokaverkefni sem tekur á öllum þáttum námskeiðisins. Í lok námskeiðs munu nemendur kynna sitt verkefni.
Mælum með að þátttakendur hafi aðgengi að After Effect – en ekki skilyrði
Nemendur hafa aðgang að tölvubúnaði og nauðsynlegum forritum í NTV. Ef nemendur vilja æfa sig og vinna í verkefnum heima í After effects forritinu þá þurfa þeir að verða sér út um leyfi til að nota það. Hægt er að verða sér út um sérstakt skólaleyfi í gegnum NTV. Námskeiðahaldarar gerir ekki kröfu á nemendur að þeir þurfi að vinna utan kennslustunda. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa skólans.
Það sem ma er tekið fyrir/helstu skref:
- Undirbúningur
- Undistöðuatriði hönnunar
- Framleiðsluferli
- After effects Grunnur
- Shape layers
- Animation á tímalínu
- Compositing
- Letur
- Kynning á 3D animation
- Render
- Audio
- Ýmis góð ráð/ næstu skref
Kennari:
Steinar Júlíusson hefur um árabil starfað sem hreyfihönnuður, bæði hér og landi og í Svíþjóð. Viðskiptavinir sem hann hefur unnið með eru t.d. H&M, Absolut Vodka, Marel, Umhverfisstofnun, Borgarleikhúsið ofl. Þar að auki hefur Steinar stundað kennslu í LHÍ og Berghs School of Communication.
Kvöld- og helgarnámskeið
Námskeið hefst: 11.10 2022Námskeiði lýkur: 20.10 2022
Dagar: þriðjudagur, fimmtudagur
Tími: 17:30-20:30