Animation Hreyfimyndbönd - After Effects

NTV er viðurkenndur fræðsluaðili af Mennta - og meningarmálaráðuneytinu. Mikið af spennandi námsleiðum í boði á bæði viðskipta- og tæknisviði.

Animation Hreyfimyndbönd - After Effects


Lengd námskeiðs

14 kennslustundir

Verð

87.500

Animation myndbönd unnin í After Effects

Lærðu að hanna animation myndband í After effect frá Adobe.

Auktu vægi þinna skilaboða á samfélagsmiðlum með því að skapa animation sem grípur augað. Best heppnuðu samfélagsmiðlasíðurnar og herferðir byggja oftar en ekki á animation myndbandi þar sem aðaláherslan eru skýr skilaboð byggðar á sterkum hönnunargrunni.

Bæði í staðarnámi og fjarnámi.  Í staðarnámi þá lærir þú á tölvu með uppsett After Effects.  í fjarnámi þá þarf þátttakandi að hafa aðgang að After Effects frá Adobe.

Hvaða færni á þátttakandi af hafa náð að loknu námskeiði:

Á námskeiðinu verður farið í grunnatriði í gerð hreyfimynda. Markmiðið er að þáttakendur geti skapað sína eigin hreyfimynd sem ætluð er til dreifingar á samfélagsmiðlum. Þetta er tilvalið fyrir þá sem vilja stíga sín fyrstu skref í gerð hreyfimynda sem fanga athyglina og kemur upplýsingunum á tilætlaðan markhóp. 

Hagnýtt og verkefnamiðað. 

Á námskeiðinu verða stuttar, einfaldar æfingar til að ná tökum á After Effects forritinu. Í gegnum námskeiðið munu nemendur vinna eitt lokaverkefni sem tekur á öllum þáttum námskeiðisins. Í lok námskeiðs munu nemendur kynna sitt verkefni.

Mælum með að þátttakendur hafi aðgengi að After Effect – en ekki skilyrði

Nemendur hafa aðgang að tölvubúnaði og nauðsynlegum forritum í NTV. Ef nemendur vilja æfa sig og vinna í verkefnum heima í After effects forritinu þá þurfa þeir að verða sér út um leyfi til að nota það. Hægt er að verða sér út um sérstakt skólaleyfi í gegnum NTV. Námskeiðahaldarar gerir ekki kröfu á nemendur að þeir þurfi að vinna utan kennslustunda. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa skólans.

Það sem ma er tekið fyrir/helstu skref:

  • Undirbúningur
  • Undistöðuatriði hönnunar
  • Framleiðsluferli
  • After effects Grunnur
  • Shape layers
  • Animation á tímalínu
  • Compositing
  • Letur 
  • Kynning á 3D animation
  • Render
  • Audio
  • Ýmis góð ráð/ næstu skref

Kennari:

Steinar Júlíusson hefur um árabil starfað sem hreyfihönnuður, bæði hér og landi og í Svíþjóð. Viðskiptavinir sem hann hefur unnið með eru t.d. H&M, Absolut Vodka, Marel, Umhverfisstofnun, Borgarleikhúsið ofl. Þar að auki hefur Steinar stundað kennslu í LHÍ og Berghs School of Communication.

Kvöld- og helgarnámskeið

Námskeið hefst: 11.10 2022
Námskeiði lýkur: 20.10 2022
Dagar: þriðjudagur, fimmtudagur
Tími: 17:30-20:30




Þetta á BARA við þá sem eru að skrá sig í nám sem styrkt er af FA - Skrifstofuskólann og Sölu- markaðs- og rekstrarnám.



Ef þriðji aðili greiðir fyrir námið þarf að fylla út reitina hér að neðan.
Td. starfsmannasjóri eða yfirmaður (þarf ekki að fylla út nema það eigi við)
Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri?

Svæði

Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn

Fréttabréf

Skráðu þig á póstlista hjá okkur og fáðu fréttir og tilboð sent á netfangið þitt.