Flýtilyklar
Framtal og skattskil
Verð
69.000Hagnýtt hjálpargagn við gerð skattframtals og við skattskil sem miðar að því að auka skilning og færni. Fyrir minni fyrirtæki, rekstraraðila og einstaklinga með eigin rekstur. Farið í gegnum helstu skref við útfyllingu og afstemningar á eyðublöðum og rekstrarskýrslum hjá Skattinum.
Um er að ræða netnám, þar sem nemandi hefur aðgengi að öllu námsefni og hagnýtum verkefnum til að leysa. Aðgengi að úrlausnum verkefna fylgir sem þátttakandi getur borið sig saman við eftir að hafa tekist á við verkefnin. Netnám er hagnýt og hagkvæm leið og gerir þátttakandanum kleift að öðlast skilning og færni án beinnar aðkomu umsjónarmanns.
Á námskeiðinu verður farið í gegnum helstu þætti sem snúa að íslensku skattaumhverfi og skattskilum rekstraraðila og einstaklinga með rekstur. Sýnd verða dæmi um gerð skattframtala fyrir einstaklinga, einstaklinga með rekstur og lítil einkahlutafélög.
Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur fái góða grunnþekkingu á íslensku skattaumhverfi og nái að bæta færni sína við framtalsgerð og skattskil.
Námskeiðið er rafrænt sjálfsnám og því hægt að sinna því á þeim tíma sem hentar hverjum og einum. Sérlega gagnlegt samhliða skilum á framtali og sköttum. Öll kennslugögn eru aðgengileg á einstaklingabundnu vefsvæði í formi lesefnis og kennslumyndbanda.
Efnisþættir:
Lota 1 Skattar og skyldur
- Skattkerfið
- Tekjuskattur
- Launatengd gjöld
- Virðisaukaskattur
- Ársreikningur
- Gagnaskil og framtalsfrestir
Lota 2 Skattframtal einstaklings með rekstur
Lota 3 Skattframtal einstaklings
Lota 4 Skattframtal rekstraraðila
Leiðbeinendur eru Knútur Þórhallsson og Björn Jónsson.
Knútur Þórhallsson er löggiltur endurskoðandi og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Knútur hefur sinnt stundarkennslu á háskólastigi og haldið ýmsa fyrirlestra og kynningar á ráðstefnum og fundum, jafnt fyrir viðskiptavini og starfsmenn. Knútur er einn eiganda Advant endurskoðunar ehf.
Björn Jónsson er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og viðurkenndur bókari. Hann hefur mikla reynslu úr atvinnulífinu og í kennslu viðskiptagreina hjá NTV skólanum. Björn starfar sem framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs.
Námskeiðið hefst þegar þátttakendum hentar og verður opið fyrir kennslugögn í 6 mánuði.