Rekstur og markaðssetning - FJARNÁM

NTV er viðurkenndur fræðsluaðili af Mennta - og meningarmálaráðuneytinu. Mikið af spennandi námsleiðum í boði á bæði viðskipta- og tæknisviði.

Rekstur og markaðssetning - FJARNÁM

Verð

345.000

Almennt um námið 

Frábær og ný námsleið fyrir þá sem hafa áhuga á að bæta sig í starfi á sviði rekstrar- markaðs og þjónustustjórnunar eða stofna til eigin rekstrar.  Námsleiðin er einungis í boði í fjarnámi og sniðin að fólki sem vill skipuleggja sinn námstíma að eigin hentugleika. Námið er krefjandi lotunám, byggist mikið á verkefnavinnu og endurgjöf.  Bæði hægt að skipta náminu í 3 sjálfstæða hluta og taka á lengri tíma, eða að taka alla á styttri tíma.

Fyrir hverja?

Námið er hugsað fyrir fólk með (einhverja) starfsreynslu á sviði sölu, þjónustu, stjórnun eða rekstrar sem vill styrkja sig frekar og þróast í starfi. 

Námið er mjög gagnlegt fyrir fólk sem er að starfa í tengdum geira og vill tengja námið núverandi/fyrirliggjandi verkefnum í starfi.

Námið er sérlega gagnlegt fyrir þá sem hafa hug á að fara í sjálfstæðan rekstur.

Námið er sniðið að fólki sem er í fullri vinnu eða í öðrum verkefnum.

 

Fjarnám - 16 vikna lotunám, verkefnaskil og diplóma:

Hver lota er ein vika. Þátttakendur fá allt námsefni og ítarefni í upphafi hverrar lotu ásamt verkefnum til að vinna þegar það á við. Frammistöðumat/einkunn er gefin fyrir námið sem byggir á verkefnaskilum. Þátttakendum er frjálst að skila verkefnum, en án verkefnaskila er ekki hægt að veita viðkomandi frammistöðumat. Þeir sem vinna samviskusamlega og skila verkefnum fá Diplóma frá NTV skólanum með einkunnum.  Þeir sem hafa ákveðinn grunn og reynslu í tölufærni geta tekið stöðupróf eða fengið þá færni metna af umsjónarmanni námsins og farið þá beint í hluta tvö.

Námið er þrískipt:

Fyrsti hluti: Tölvu- og reiknifærni, töflu- og skýrslugerð.

Lota 1:  Word texta og skýrslugerð.

Lota 2:  Verslunarreikningur

Lota 3:  Excel töflureiknir

Lota 4:  Gerð kynningarefnis í PowerPoint

 

Annar hluti: Markaðs-, sölu- og þjónustustjórnun.

Lota 5:  Markaðsfræði I.

Lota 6:  Markaðsfræði II

Lota 7:  Sölustjórnun, viðskiptatengsl og þjónustustjórnun.

Lota 8:  Markaðssetning á netinu og samfélagsmiðlum.

Lota 9:  Markaðsrannsóknir.

Lota 10: Gerð markaðsáætlunar.

 

Þriðji hluti: Rekstur og áætlanagerð og gerð viðskiptaáætlunar.

Lota 11: Rekstur og lykiltölur.

Lota 12: Rekstur og lykiltölur.

Lota 13: Áætlanagerð í Excel.

Lota 14: Frá hugmynd að rekstri ??

Lota 15: Gerð viðskiptaáætlunar.

Lota 16: Gerð viðskiptaáætlunar.

 

 

Námsefnið, verkefnin og nemendaumhverfið:

Námsefnið er í formi kennslumyndbanda sem leiðbeinendur og skólinn hafa framleitt, lesefni, ítarefni auk verkefna.  Nemendur fá aðgengi að því efni sem tengist hverri lotu við upphaf lotunnar.  Aðgengi að námsefninu og samskipti við leiðbeinendur er í gegnum nemendaumhverfi skólans.  Hluti af námsefninu getur verið á ensku, þá aðallega ítarefni. Verkefni geta verið greinagerðir, greiningar, áætlanir, próf/quiz eða hvað sem kennarar í fjarnámi telja að henti best hverju viðfangsefni. Nemendaumhverfi skólans er í gegnum Office 365 umhverfið, þar sem öll miðlun á efni og samskipti eru í Teams, í lokuðum hópi.  Á fyrsta degi, þegar námið hefst, fá nemendur sendan aðgang að nemendasvæðinu svo fremi sem þeir hafa gengið frá greiðslum/greiðslusamkomulagi. 

Áætlað vinnuframlag:

Skólinn áætlar að hver nemandi þurfi að verja um 8-15 klukkustundum á viku í viðkomandi námsleið, að því gefnu að viðkomandi leggi sig fram og þurfi að vinna allt frá grunni.  Það er auðvitað breytilegt eftir einstaklingum og áhuga og metnaði viðkomandi. Nemendur fá frammistöðumat/einkunnir að námi loknu, og má gera ráð fyrir að samhengi sé á milli vinnuframlags og frammistöðu.

Kennt eftir vottaðri námsskrá

Kennt er eftir vottaðri námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (Sölu-, markaðs og rekstrarnám) og er námið á 2. þrepi hæfniramma. Þessi námsleið er samt keyrð mun hraðar, krefst meira sjálfstæðis af nemendur.  Allir námsþættir eru kenndir frá grunni.

Kvöld- og helgarnámskeið

Námskeið hefst: 13.09 2022
Námskeiði lýkur: 13.12 2022
Dagar:
Tími: FJARNÁMSKEIÐ




Þetta á BARA við þá sem eru að skrá sig í nám sem styrkt er af FA - Skrifstofuskólann og Sölu- markaðs- og rekstrarnám.



Ef þriðji aðili greiðir fyrir námið þarf að fylla út reitina hér að neðan.
Td. starfsmannasjóri eða yfirmaður (þarf ekki að fylla út nema það eigi við)
Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri?

Svæði

Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn

Fréttabréf

Skráðu þig á póstlista hjá okkur og fáðu fréttir og tilboð sent á netfangið þitt.