Verkefnastjórnun á mannamáli

NTV er viðurkenndur fræðsluaðili af Mennta - og meningarmálaráðuneytinu. Mikið af spennandi námsleiðum í boði á bæði viðskipta- og tæknisviði.

Verkefnastjórnun á mannamáli


Lengd námskeiðs

120 kennslustundir

Verð

235.000

Stutt lýsing á námskeiði
Verkefnastjórnun á mannamáli er hagnýt námsleið þar sem fjallað er um málefni verkefnastjórnunar frá a-ö. Námið er einungis í boði í fjarnámi. Lögð verður áhersla á að veita þátttakendum hagnýtar aðferðir, tól og verkfæri sem geta nýst í almennri stjórnun, skipulagningu og samskiptum innan fyrirtækja sem og í sjálfstæðum verkefnum. Í náminu verður farið yfir grunninn í verkefnastjórnun, leiðtogahæfni og sjálfsþekkingu, árangursríka teymisvinnu, skilgreiningu, skipulag verkefna og samskipti. Nemendur læra að útbúa verkáætlun og fjárhagsáætlun og að framkvæma áhættugreiningu og hagsmunaaðilagreiningu svo eitthvað sé nefnt. Námsleiðin eflir þátttakendur í að stýra verkefnum sem sterkir leiðtogar og að setja af stað, fylgja eftir og ljúka verkefnum svo allir hagsmunaaðilar séu sáttir. 

Námsleiðin nýtist sem grunnur fyrir D-vottun í verkefnastjórnun hjá Verkefnastjórnunarfélagi Íslands (sjá hér)

Fyrir hverja?

Verkefnastjórnun er sífellt mikilvægari þáttur í almennri stjórnun og er aðferðafræði hennar notuð í nánast öllu starfi nú til dags. Því má hagnast verulega á því að kunna aðferðafræði verkefnastjórnunar á vinnumarkaði í dag og geta tól verkefnastjórnunar skapað ákveðið samkeppnisforskot fyrir þá sem kunna að nota þau.

  • Námskeiðið er ætlað fyrir bæði stjórnendur og einstaklinga sem vilja efla sig í skipulagningu og yfirsýn verkefna, samskiptum við þverfagleg teymi og utanaðkomandi hagsmunaaðila
  • Námskeiðið hentar bæði einstaklingum sem vilja efla sig í verkefnastjórnun innan fyrirtækja sem og sjálfstætt starfandi aðilum sem vilja nýta verkefnastjórnun í sínum verkefnum
  • Námskeiðið hentar þeim sem vilja halda góðu skipulagi og yfirsýn og þannig ná hámarksárangri á sínu sviði
  • Fyrir þá sem þurfa að nota verkefnastjórnun í sínu starfi
  • Fyrir þá sem hafa áhuga á verkefnastjórnun
  • Fyrir þá sem vilja efla sig sem leiðtogar
  • Fyrir þá sem vilja undirbúa sig fyrir D-vottun í verkefnastjórnun

 

 

Markmið:

Að þátttakendur þekki og skilji helstu hagnýtu aðferðir faglegrar verkefnastjórnunar sem skapa skipulag, yfirsýn og samskipti sem stuðla að bættum heildarárangri og ánægju. 

Við lok námskeiðs hafa þátttakendur öðlast breiða innsýn í helstu aðferðir faglegrar verkefnastjórnunar auk þess að hafa fengið aðgengi að aðferðum og hagnýtri verkfærakistu sem getur nýst í daglegri stjórnun verkefna.

Fjarnám - 6 vikna lotunám, verkefnaskil og diplóma:

Hver lota er ein vika. Þátttakendur fá allt námsefni og ítarefni í upphafi hverrar lotu ásamt verkefnum til að vinna þegar það á við. Frammistöðumat/einkunn er gefin fyrir námið sem byggir á verkefnaskilum. Fólki er frjálst að skila verkefnum, en án verkefnaskila er ekki hægt að veita viðkomandi frammistöðumat. Þeir sem vinna samviskusamlega og skila verkefnum fá Diplóma frá NTV skólanum með einkunnum.

Loturnar eru 6 og þær eru eftirfarandi:

  • Lota 1:  Inngangur í verkefnastjórnun og heim verkefnastjórans
  • Lota 2:  Leiðtogahæfni og samskipti
  • Lota 3:  Undirbúningur verkefna
  • Lota 4:  Undirbúningur verkefna (framhald)
  • Lota 5:  Framkvæmd verkefna og verkefnaskil
  • Lota 6:  Lokaverkefni og kynning

Námsefnið, verkefnin og nemendaumhverfið:

Námsefnið er í formi kennslumyndbanda sem leiðbeinendur og skólinn hafa framleitt, lesefni, ítarefni auk verkefna.  Nemendur fá aðgengi að því efni sem tengist hverri lotu við upphaf lotunnar.  Aðgengið að námsefninu og samskipti við leiðbeinendur er í gegnum nemendaumhverfi skólans.  Hluti af námsefninu getur verið á ensku, þá aðallega ítarefni. Verkefni geta verið greinagerðir, aðgerðaáætlun, próf/quiz eða hvað sem kennarar í fjarnámi telja að henti best hverju viðfangsefni.  Nemendaumhverfi skólans er í gegnum Office 365 umhverfið, þar sem öll miðlun á efni og samskipti eru í Teams, í lokuðum hópi.  Á fyrsta degi, þegar námið hefst, fá nemendur sendan aðgang að nemendasvæðinu svo fremi sem þeir hafa gengið frá greiðslum/greiðslusamkomulagi. 

Áætlað vinnuframlag:

Skólinn áætlar að hver nemandi þurfi að verja um 10-15 klukkustundum á viku í viðkomandi námsleið, að því gefnu að viðkomandi leggi sig fram.  Það er auðvitað breytilegt eftir einstaklingum og áhuga og metnaði viðkomandi. Nemendur fá frammistöðumat/einkunnir að námi loknu, og má gera ráð fyrir að samhengi sé á milli vinnuframlags og frammistöðu.

Umsjón: Árni Stefánsson, verkefnastjóri hjá Sölufélagi Garðyrkjumanna, Svava Björk Ólafsdóttir, stofnandi RATA og Dóróthea Ármann, sjálfstæður verkefnastjóri:

Árni Stefánsson:

Árni Stefánsson starfar sem verkefnastjóri hjá Sölufélagi garðyrkjumanna og hefur áralanga reynslu af skipulagningu verkefna.  Eftir að hafa gengt störfum á markaðs- og sölusviði sem forstjóri og stjórnarmaður hjá Vífilfelli í 18 ár starfaði hann sem mannauðsráðgjafi hjá Attentus og síðar framkvæmdastjóri í ferðaþjónustu.

Svava Björk Ólafsdóttir:

Svava Björk Ólafsdóttir er reyndur verkefnastjóri (MPM) og stofnandi RATA sem hefur þann tilgang að efla einstaklinga og teymi í átt að eigin árangri. Hún hefur yfir sex ára reynslu úr stuðningsumhverfi frumkvöðla í kennslu í frumkvöðlanámi innan háskólanna, við ráðgjöf, námskeið, hraðla og önnur verkefni í nýsköpunarsamfélaginu meðal annars í gegnum fyrri störf sín hjá Icelandic Startups.

Dóróthea Ármann:

Dóróthea Ármann er menntaður verkefnastjóri með áherslu á nýsköpun frá University of Strathclyde, Glasgow. Einnig hefur hún lokið BSc í Viðskiptafræði og diplóma í Viðburðastjórnun. Dóróthea hefur undanfarið starfað sem sjálfstætt starfandi verkefnastjóri og hefur verkefnastýrt ýmsum verkefnum tengdum nýsköpun, ásamt því að hafa tekið virkan þátt í uppbyggingu fjölskyldufyrirtækis síns, Friðheima.

 

Kvöld- og helgarnámskeið

Námskeið hefst: 23.02 2022
Námskeiði lýkur: 6.04 2022
Dagar:
Tími: FJARNÁM




Þetta á BARA við þá sem eru að skrá sig í nám sem styrkt er af FA - Skrifstofuskólann og Sölu- markaðs- og rekstrarnám.



Ef þriðji aðili greiðir fyrir námið þarf að fylla út reitina hér að neðan.
Td. starfsmannasjóri eða yfirmaður (þarf ekki að fylla út nema það eigi við)
Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri?

Svæði

Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn

Fréttabréf

Skráðu þig á póstlista hjá okkur og fáðu fréttir og tilboð sent á netfangið þitt.