Stjórnun
NTV býður upp á hagnýt og krefjandi námskeið fyrir millistjórnendur, sérfræðinga, hópstjóra og þá sem vilja bæta við sig starsfmiðaðri þekkingu
Stjórnun
-
-
-
Hagnýtt hjálpargagn við gerð skattframtals og við skattskil sem miðar að því að auka skilning og færni. Fyrir minni fyrirtæki, rekstraraðila og einstaklinga með eigin rekstur. Farið í gegnum helstu skref við útfyllingu og afstemningar á eyðublöðum og rekstrarskýrslum hjá Skattinum. Um er að ræða netnám sem veitir þér aðgengi að góðum námsgögnum, hagnýtum verkefnum og úrlausnum í sex mánuði. Námskeiðið er opið núna.
-
Meira
-
-
-
Námsleiðin Stjórnun og leiðtogafærni á mannamáli er sérsniðin að millistjórnendum með mannaforráð. Með aukinni leiðtogafærni er hægt að ná fram auknum árangri samhliða því að skapa ánægðara teymi og heilbrigðari vinnustað. Við lok námsleiðarinnar hafa þátttakendur öðlast breiða yfirsýn á stjórnunar- og leiðtogafræði. Eins hafa þeir aðgang að aðferðum og praktískum tólum og tækjum sem þeir geta nýtt í sínum störfum við að leiða sitt teymi/sína skipulagsheild í átt að árangri og stuðla að vellíðan starfsmanna. Námsleiðin er kennd í fjarnámi og hefst 2. mars.
-
Meira
-
-
-
Fyrir þá sem vilja efla sig í starfsmannastjórnun og þróa starfsumhverfi sem dregur það besta fram í fólki og hámarka þannig frammistöðu liðsheildarinnar. Mjög hagnýt og verkefnadrifin námsleið í 8 vikna fjarnámi. Námið byggir á 8 lotum sem hver um sig er ein vika og síðan á 2ja vikna lokaverkefni. Námið tekur á helstu þátttum mannaðusstjórnunar þar sem mikil áhersla er á að að færa þátttakendum hagnýt verkfæri til að nýta í starfsmannastjórnun. Leiðbeinendurnir hafa gríðarlega mikla þekkingu og hagnýta reynslu á þessu sviði. Námsleiðin hefst 23. mars 2022
-
Meira
-
-
-
Verkefnastjórnun á mannamáli er hagnýt námsleið þar sem fjallað er um málefni verkefnastjórnunar frá a-ö. Lögð verður áhersla á að veita þátttakendum hagnýtar aðferðir, tól og verkfæri sem nýtast í almennri stjórnun, skipulagningu og samskiptum innan fyrirtækja sem og í sjálfstæðum verkefnum. Við lok námskeiðs hafa þátttakendur öðlast breiða innsýn í helstu aðferðir faglegrar verkefnastjórnunar auk þess að hafa fengið aðgengi að aðferðum og hagnýtri verkfærakistu sem getur nýst í daglegri stjórnun verkefna. Fyrir alla stjórnendur og þá sem vilja sækja sér gagnleg stjórnendatól og aðferðarfræði verkefnastjórnunar og skapa sér aukið samkeppnisforskot á atvinnumarkaði. Námsleiðin er einungis kennd í fjarnámi og hefst 23. febrúar 2022
-
Meira