Flýtilyklar
Prófmiðstöð
Mikilvægi alþjóðlegrar vottunar (certification) hefur aukist mikið síðustu ár og er hún í dag viðurkenndur mælikvarði á getu bæði þjónustu- og hugbúnaðarfyrirtækja. Einnig gera mörg stærri fyrirtæki kröfur um að starfsmenn tölvudeilda öðlist slíka vottun til að tryggja enn betur gæði þeirrar þjónustu sem tölvudeildir veita.
NTV er vottuð prófmiðstöð fyrir tvær alþjóðlegar prófmiðstöðvar Prometric og Person VUE. Í gegnum prófmiðstöðvarnar getur NTV boðið upp á nær öll alþjóðleg próf sem tengjast upplýsingatækni og fjármálageiranum.
Skráning í próf. Próftaki þarf að skrá sig í próf með góðum fyrirvara og eigi síðar en tveimur vinnudögum fyrir prófdag.
Skráning fer fram á vefsíðu NTV, í síma 544 4500 eða með tölvupósti: prof@ntv.is
Við skráningu þarf að gefa upp nafn próftaka, síma, fullt heimilisfang og númer prófs.
Staðfestingargjald kr. 5.000 þarf að greiða til að skáning sé gild og er óafturkræft ef viðkomandi mætir ekki í prófið.
Ef viðkomandi er á vegum fyrirtækis þarf líka að gefa upp nafn, kennitölu og fullt heimilisfang fyrirtækis.
Upplýsingar um prófadaga er að finna undir skráningar í próf sjá hér.
Prófgjald og forföll. Prófgjald er mismunandi eftir prófum og skal staðgreiða það við próftöku ef einstaklingur eða fyrirtæki er ekki í föstum viðskiptum við NTV.
Afpanta þarf próf með minnst eins vinnudags fyrirvara. Prófgjald er ekki endurgreitt ef próftaki mætir ekki eða ef afpantað er með minna en eins vinnudags fyrirvara.