Flýtilyklar
Stofuleiga
Skólinn hefur 8 skólastofur til umráða. Stofurnar eru fullbúnar tölvustofur. Í stofunum eru jafnframt myndvarpar og prentarar. Stofurnar eru misstórar, 3 stofur eru fyrir 16 nemendur, 2 fyrir 18 nemendur, 1 fyrir 12 nemendur og 1 fyrir 25 nemendur. Að auki er skólinn vel búinn búnaði til kennslu í sérhæfðum búnaði í net- og öryggismálum á tæknisviðinu.
Aðgengi fyrir fatlaða er gott, sérbúnaður til opnunar er á útidyrahurð og eitt af salernunum er með aðstöðu fyrir fatlaða. Skólinn er á þremur hæðum og er á öllum hæðum alrými með góðri kaffiaðstöðu fyrir nemendur.
Hægt er að fá nánari upplýsingar um stofuleigu með því að senda póst á skoli@ntv.is eða hringja í síma 544-4500.